Manny Pacquaio veit nákvæmlega hvernig hann ætlar að vinna Floyd Mayweather í hringnum um helgina.
Mayweather hefur aldrei tapað á ferlinum þó svo hann hafi barist 47 sinnum. Hann hefur reyndar aldrei mætt Manny Pacquaio.
„Ég er öðruvísi en allir þessir 47 gaurar sem hann hefur mætt. Ég er hraðari en þeir og á erindi í þennan bardaga. Ég trúi því að það sé komið að tapi hjá Mayweather," sagði Pacquaio.
„Ég get ekki sagt að Mayweather sé hættulegasti andstæðingur sem ég hef mætt því ég hef mætt gaurum eins og Oscar de la Hoya, Miguel Cotto, Juan Manuel Vargas og fleirum.
„Hann er vissulega erfiður andstæðingur en sjálfstraust mitt er annað og betra en núna. Þetta er mikilvægur bardagi fyrir mína arfleifð."
Bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
