Elliði og Eyjamenn allir gáfu Gústaf einnig rauða spjaldið Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2015 16:19 Elliði hefur nú lýst því yfir að það hafi ekki bara verið ungliðarnir sem púuðu á Gústaf; Eyjamennirnir voru allir með í því líka. „Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015 Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015
Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19