Frægt fólk á Íslandi árið 2014 2. janúar 2015 11:00 Margar þekktar stjörnur sóttu Ísland heim á árinu sem er að líða. Sumar létu lítið fyrir sér fara á meðan að aðrar voru ekki að fela neitt. Nordicphotos/Getty Ísland er eins og flestar vita, að verða einn heitasti staðurinn í heiminum til þess að heimsækja en margir þekktir einstaklingar sóttu landið heim á árinu. Heimsfrægir leikarar, tónlistarmenn og athafnafólk dvöldu hér á landi í ýmist langan eða stuttan tíma og spruttu að jafnaði upp umræður um tiltekið fólk í kjölfarið. Fjöldi tónleika og kvikmyndaverkefna varð þess valdandi að margir komu hingað en þó var einnig talsverður fjöldi þekktra stjarna sem kom hingað til þess að fá frí og hvíla lúin bein.Beyoncé og Jay ZNordicphotos/Getty Eitt heitasta og elskaðasta par heimsins í dag, Beyoncé og Jay Z, sóttu Ísland heim fyrir skömmu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið talað um parið á meðan á dvölinni stóð, náðu þau að vera út af fyrir sig og hylja slóð sína. Beyoncé birti svo myndir frá Íslandi og er greinilegt að parið naut sín vel hér á landi.Jordan Belfort og John Galliano Jordan Belfort, eða úlfurinn á Wall Street kom og miðlaði sinni þekkingu í maímánuði. Hann varð sérlega þekktur eftir að myndin, The Wolf of Wall Street kom út, en hún er byggð á sögu hans og ævi. John Galliano mætti hingað til lands í desember, ásamt kærasta sínum, stílistanum Alexis Roche og Vogue-ritstjóranum margrómaða Hamish Bowles. Galliano er einn frægasti fatahönnuður í heimi og hefur meðal annars stýrt tískuhúsum á borð við Givenchy, Dior og Galliano.Robbie Fowler og Peter Schmeichel Marka- hrókurinn Robbie Fowler hitti almenna aðdáendur sína og Pool-ara á Spot í mars á árinu. Danski markmaðurinn Peter Schmeichel kom til Íslands í september. Hann hjólaði meðal annars um landið og tók einnig lagið á Danska barnum, enda mikill töffari hér á ferð.Chrissy Teigen og Cara Delevingne Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans Johns Legend, heimsótti landið í ágústmánuði. Teigen setti meðal annars myndir af sér á Instagram þar sem hún var að spóka sig við Reykjavíkurhöfn, hún klæddist stórri úlpu og skrifaði undir myndina. „Staðreynd. Ísland er kalt.“ Súpermódelið Cara Delevingne kom hingað til lands í mars. Hún birti myndband á Instagram-reikningi sínum af komusalnum í Leifstöð. Ian McKellen Ian McKellen kom hingað til lands í september. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. Hann dvaldi meðal annars á skemmtistaðnum Bravó í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr. Silla.Daryl Hannah Leikkonan Daryl Hannah varði talsverðum tíma á Íslandi í ágúst. En hún var, eins og leikarinn Naveen Andrews, stödd hér á landi við tökur á nýrri sjónvarpsseríu, Sense8. Naveen Andrews Leikarinn Naveen Andrews, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, heimsótti landið í ágúst. Hann var hress og leyfði fólki meðal annars að fá myndir af sér með honum. Naveen var hér á landi til að leika í Netflix-sjónvarpsþáttaseríunni Sense8.Stanley Tucci Bandaríski kvikmyndaleikarinn Stanley Tucci teygaði ölið á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði þegar tökumann Stöðvar 2 bar að garði. Hann kom hingað til lands vegna sjónvarpsþáttanna Fortitude, en tökur á þeim fóru fram á Reyðarfirði og Eskifirði. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Stórir eyrnarlokkar í gellupartýi Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Sjá meira
Ísland er eins og flestar vita, að verða einn heitasti staðurinn í heiminum til þess að heimsækja en margir þekktir einstaklingar sóttu landið heim á árinu. Heimsfrægir leikarar, tónlistarmenn og athafnafólk dvöldu hér á landi í ýmist langan eða stuttan tíma og spruttu að jafnaði upp umræður um tiltekið fólk í kjölfarið. Fjöldi tónleika og kvikmyndaverkefna varð þess valdandi að margir komu hingað en þó var einnig talsverður fjöldi þekktra stjarna sem kom hingað til þess að fá frí og hvíla lúin bein.Beyoncé og Jay ZNordicphotos/Getty Eitt heitasta og elskaðasta par heimsins í dag, Beyoncé og Jay Z, sóttu Ísland heim fyrir skömmu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið talað um parið á meðan á dvölinni stóð, náðu þau að vera út af fyrir sig og hylja slóð sína. Beyoncé birti svo myndir frá Íslandi og er greinilegt að parið naut sín vel hér á landi.Jordan Belfort og John Galliano Jordan Belfort, eða úlfurinn á Wall Street kom og miðlaði sinni þekkingu í maímánuði. Hann varð sérlega þekktur eftir að myndin, The Wolf of Wall Street kom út, en hún er byggð á sögu hans og ævi. John Galliano mætti hingað til lands í desember, ásamt kærasta sínum, stílistanum Alexis Roche og Vogue-ritstjóranum margrómaða Hamish Bowles. Galliano er einn frægasti fatahönnuður í heimi og hefur meðal annars stýrt tískuhúsum á borð við Givenchy, Dior og Galliano.Robbie Fowler og Peter Schmeichel Marka- hrókurinn Robbie Fowler hitti almenna aðdáendur sína og Pool-ara á Spot í mars á árinu. Danski markmaðurinn Peter Schmeichel kom til Íslands í september. Hann hjólaði meðal annars um landið og tók einnig lagið á Danska barnum, enda mikill töffari hér á ferð.Chrissy Teigen og Cara Delevingne Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans Johns Legend, heimsótti landið í ágústmánuði. Teigen setti meðal annars myndir af sér á Instagram þar sem hún var að spóka sig við Reykjavíkurhöfn, hún klæddist stórri úlpu og skrifaði undir myndina. „Staðreynd. Ísland er kalt.“ Súpermódelið Cara Delevingne kom hingað til lands í mars. Hún birti myndband á Instagram-reikningi sínum af komusalnum í Leifstöð. Ian McKellen Ian McKellen kom hingað til lands í september. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. Hann dvaldi meðal annars á skemmtistaðnum Bravó í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr. Silla.Daryl Hannah Leikkonan Daryl Hannah varði talsverðum tíma á Íslandi í ágúst. En hún var, eins og leikarinn Naveen Andrews, stödd hér á landi við tökur á nýrri sjónvarpsseríu, Sense8. Naveen Andrews Leikarinn Naveen Andrews, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, heimsótti landið í ágúst. Hann var hress og leyfði fólki meðal annars að fá myndir af sér með honum. Naveen var hér á landi til að leika í Netflix-sjónvarpsþáttaseríunni Sense8.Stanley Tucci Bandaríski kvikmyndaleikarinn Stanley Tucci teygaði ölið á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði þegar tökumann Stöðvar 2 bar að garði. Hann kom hingað til lands vegna sjónvarpsþáttanna Fortitude, en tökur á þeim fóru fram á Reyðarfirði og Eskifirði.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Stórir eyrnarlokkar í gellupartýi Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Sjá meira