Enski boltinn

Liverpool búið að ná í tíu fleiri stig en Chelsea eftir jól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Skrtel, Jordan Henderson og Steven Gerrard.
Martin Skrtel, Jordan Henderson og Steven Gerrard. Vísir/Getty
Liverpool vann í gærkvöldi fimmta leikinn sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni og er nú aðeins fjórum stigum á eftir liðinu í öðru sæti deildarinnar sem er Manchester City.

Liverpool er reyndar tíu stigum á eftir toppliði Chelsea en munurinn á liðunum var tuttugu stig þegar leikmenn liðanna héldu upp á jólin í lok síðasta árs.

Liverpool hefur fengið flest stig allra liða frá jólum, tveimur meira en Arsenal sem kemur næst og tíu stigum meira en Chelsea sem hefur reyndar spilað einum leik færra.

Liverpool hefur ekki tapað í tólf deildarleikjum frá og með öðrum degi jóli en liðið er með tíu sigra, tvö jafntefli og alls 32 stig á þessum tíma. Markatala er 22-6 en það er einkum betri varnarleikur sem hefur stuðlað að betra gengi liðsins.  

Síðasta deildartap Liverpool var á móti Manchester United á Old Trafford 14. desember en næsti leikur liðsins er einmitt á móti Manchester United á Anfield á sunnudaginn kemur.

Flest stig í ensku úrvalsdeildinni eftir jól

1. Liverpool 32 stig

2. Arsenal 30 stig

3. Manchester United 24 stig

4. Tottenham 23 stig

5. Stoke City 23 stig

6. Chelsea 22 stig*

7. Southampton 21 stig

8. Manchester City 19 stig

9. Crystal Palace 18 stig

10. West Brom 16 stig

*Hefur spilað einum leik færra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×