Enski boltinn

Englendingar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Butland, fyrirliði enska liðsins, svekkir sig yfir sigurmarki Portúgala í kvöld.
Jack Butland, fyrirliði enska liðsins, svekkir sig yfir sigurmarki Portúgala í kvöld. Vísir/AFP
Enska 21 árs landsliðið í knattspyrnu byrjaði ekki vel á Evrópumótinu í Tékklandi því liðið tapaði fyrsta leiknum sínum fyrir Portúgal í kvöld.

João Mário, leikmaður Sporting, skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu þegar hann fylgdi vel eftir stangarskoti félaga síns.

Harry Kane, leikmaður Tottenham og markahæsti enski leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, var í byrjunarliði enska liðsins en tókst ekki að skora frekar en félögum hans.

Enska liðið fékk nokkur góð færi til að skora en liðið tók litla áhættu í leik sínum og varð á endanum að sætta sig við tap.

Þetta var aðeins annað tap liðsins í mótsleik undir stjórn Gareth Southgate og í fyrsta sinn sem liðinu tekst ekki að skora síðan Southgate tók við árið 2013.

Svíar unnu 2-1 sigur á Ítalíu í hinum leik riðilsins en enska landsliðið mætir einmitt því sænska í næstu umferð í leik þar sem enska liðið verður helst að vinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×