Slökkviliðið forðaði milljarða tjóni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2015 12:58 „Það fyrsta sem upp kemur hjá okkur er að ekki urðu slys á fólki eða enn þá verri uppákoma, að einhver hefði látið lífið. Það hefði svo sannanlega getað gerst miðað við þær aðstæður sem sköpuðust hjá drengjunum í upphafi eldhafsins.“ vísir/Magnús Hlynur „Eldurinn skemmdi vörur frá Set fyrir milljónir, en ef við skoðum málið með jákvæða auganu getum við sagt að slökkviliðið kom í veg fyrir stórtjón. Samanlagt brunabótamat húsanna umhverfis eldstaðinn er 515 milljónir, ofan á þessa tölu þarf að bæta öllum verðmætum sem í þessum húsum eru og atvinnumissi fólks ef brennur. Slökkviliðið kom því í veg fyrir tjón sem hefði reiknast yfir milljarð króna,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vegna Sets brunans á sunnudagskvöld. Kristján segir að menn hafi lagst yfir brunann og ýmsar vangaveltur komið upp í kjölfarið „Það fyrsta sem upp kemur hjá okkur er að ekki urðu slys á fólki eða enn þá verri uppákoma, að einhver hefði látið lífið. Það hefði svo sannanlega getað gerst miðað við þær aðstæður sem sköpuðust hjá drengjunum í upphafi eldhafsins. Það fór ekki að ganga almennilega að ráða niðurlögum eldsins fyrr en slökkviliðsmenn fóru að nota froðu,“ segir Kristján. Þá er sérstökum legi blandað saman við vatn með sérstökum tækjum.Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.mynd/mhh„Fyrst þurfti að ná í alla þá froðu sem við áttum til. Við erum með mikið á bílunum og síðan áttum við byrgðir á slökkvistöðinni. Það þýðir ekki að hefja froðuaðgerðir í svona öflugum bruna fyrr en töluvert magn er komið á staðinn. Smáskammtaaðferð gengur ekki. Við notuðum nánast allt sem við eigum, nokkur hundruð lítra, kostnaður BÁ bara vegna froðunnar er yfir milljón krónur. Ef við höldum áfram að meta kostnað þá skemmdust töluvert af slöngum, það er algengt í svona vinnu. Margt annað kemur upp og síðan leggst launakostnaður ofan á þetta allt. Hér eru um að ræða hundruð króna“, bætir Kristján við.Vélsmiðja Suðurlands var í mikilli hættu Þróun eldsins var hröð enda mikið magn af auðbrennanlegu plasti var í portinu hjá Set. Hitinn í svona bruna er allt frá 1800-2000°, eldstungurnar ná tugi metra upp í loftið og í þeim logum sem hæst fara er óhætt að áætla að hitinn sé 6-700° „Ef slökkviliðið hefði ekki náð að hemja eldinn eins fljótt og raun bar vitni er nánast öruggt að kviknað hefði í Vélsmiðju Suðurlands og þeim fyrirtækjum sem í því húsi eru. Veggir þess húss voru við það að bresta undan gríðarlegum geislavarma en slíkur varmi getur kveikt elda í tuga metra fjarlægð frá rótum eldsins. Ef aðeins meiri vindur hefði verið þá er öruggt að það hús hefði brunnið“, segir Kristján og bætir því við að fleiri hús voru í hættu, því geislavarmi var farinn að hafa áhrif á einbýlishúsin sunnan við eldhafið. Eins var hús trésmiðjunnar Laska í hættu vegna geislunar. Einnig er víst að stór eldur í Vélsmiðjuhúsinu hefði haft keðjuverkandi áhrif á nærliggjandi hús, bifreiðaverkstæði og síðan yfir í BES-húsið svonefnda. Slökkviliðið ræður við ýmis verkefni, en ef mörg stór iðnaðarhús fara að brenna getur reynst erfitt að fást við verkefnið“, segir Kristján að lokum. Tengdar fréttir Leita ungmenna sem sáust á svæðinu áður en eldurinn kviknaði Lögreglan á Suðurlandi leitar nú ungmenna eða jafnvel barna, sem ábendingar hafa borist um að hafi sést á lagersvæði plaströraverksmiðjunnar Sets á Selfossi rétt áður en mikill eldur gaus þar upp um kvöldmatarleitið í gærkvöldi. 8. júní 2015 07:17 Sjáðu brunann á Selfossi á svakalegu myndbandi úr lofti Grunur leikur á um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur braust út við plastsmiðjuna Set á Selfossi á sjöunda tímanum í kvöld. 7. júní 2015 23:13 Eldurinn kviknaði fyrir „óvitaskap“ Tveir níu ára drengir voru að fikta með eld á Selfossi. 8. júní 2015 11:15 Bruni á Selfossi: Slökkvistarfi að ljúka Töluvert tjón og er grunur um íkveikju. 7. júní 2015 18:51 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
„Eldurinn skemmdi vörur frá Set fyrir milljónir, en ef við skoðum málið með jákvæða auganu getum við sagt að slökkviliðið kom í veg fyrir stórtjón. Samanlagt brunabótamat húsanna umhverfis eldstaðinn er 515 milljónir, ofan á þessa tölu þarf að bæta öllum verðmætum sem í þessum húsum eru og atvinnumissi fólks ef brennur. Slökkviliðið kom því í veg fyrir tjón sem hefði reiknast yfir milljarð króna,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vegna Sets brunans á sunnudagskvöld. Kristján segir að menn hafi lagst yfir brunann og ýmsar vangaveltur komið upp í kjölfarið „Það fyrsta sem upp kemur hjá okkur er að ekki urðu slys á fólki eða enn þá verri uppákoma, að einhver hefði látið lífið. Það hefði svo sannanlega getað gerst miðað við þær aðstæður sem sköpuðust hjá drengjunum í upphafi eldhafsins. Það fór ekki að ganga almennilega að ráða niðurlögum eldsins fyrr en slökkviliðsmenn fóru að nota froðu,“ segir Kristján. Þá er sérstökum legi blandað saman við vatn með sérstökum tækjum.Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.mynd/mhh„Fyrst þurfti að ná í alla þá froðu sem við áttum til. Við erum með mikið á bílunum og síðan áttum við byrgðir á slökkvistöðinni. Það þýðir ekki að hefja froðuaðgerðir í svona öflugum bruna fyrr en töluvert magn er komið á staðinn. Smáskammtaaðferð gengur ekki. Við notuðum nánast allt sem við eigum, nokkur hundruð lítra, kostnaður BÁ bara vegna froðunnar er yfir milljón krónur. Ef við höldum áfram að meta kostnað þá skemmdust töluvert af slöngum, það er algengt í svona vinnu. Margt annað kemur upp og síðan leggst launakostnaður ofan á þetta allt. Hér eru um að ræða hundruð króna“, bætir Kristján við.Vélsmiðja Suðurlands var í mikilli hættu Þróun eldsins var hröð enda mikið magn af auðbrennanlegu plasti var í portinu hjá Set. Hitinn í svona bruna er allt frá 1800-2000°, eldstungurnar ná tugi metra upp í loftið og í þeim logum sem hæst fara er óhætt að áætla að hitinn sé 6-700° „Ef slökkviliðið hefði ekki náð að hemja eldinn eins fljótt og raun bar vitni er nánast öruggt að kviknað hefði í Vélsmiðju Suðurlands og þeim fyrirtækjum sem í því húsi eru. Veggir þess húss voru við það að bresta undan gríðarlegum geislavarma en slíkur varmi getur kveikt elda í tuga metra fjarlægð frá rótum eldsins. Ef aðeins meiri vindur hefði verið þá er öruggt að það hús hefði brunnið“, segir Kristján og bætir því við að fleiri hús voru í hættu, því geislavarmi var farinn að hafa áhrif á einbýlishúsin sunnan við eldhafið. Eins var hús trésmiðjunnar Laska í hættu vegna geislunar. Einnig er víst að stór eldur í Vélsmiðjuhúsinu hefði haft keðjuverkandi áhrif á nærliggjandi hús, bifreiðaverkstæði og síðan yfir í BES-húsið svonefnda. Slökkviliðið ræður við ýmis verkefni, en ef mörg stór iðnaðarhús fara að brenna getur reynst erfitt að fást við verkefnið“, segir Kristján að lokum.
Tengdar fréttir Leita ungmenna sem sáust á svæðinu áður en eldurinn kviknaði Lögreglan á Suðurlandi leitar nú ungmenna eða jafnvel barna, sem ábendingar hafa borist um að hafi sést á lagersvæði plaströraverksmiðjunnar Sets á Selfossi rétt áður en mikill eldur gaus þar upp um kvöldmatarleitið í gærkvöldi. 8. júní 2015 07:17 Sjáðu brunann á Selfossi á svakalegu myndbandi úr lofti Grunur leikur á um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur braust út við plastsmiðjuna Set á Selfossi á sjöunda tímanum í kvöld. 7. júní 2015 23:13 Eldurinn kviknaði fyrir „óvitaskap“ Tveir níu ára drengir voru að fikta með eld á Selfossi. 8. júní 2015 11:15 Bruni á Selfossi: Slökkvistarfi að ljúka Töluvert tjón og er grunur um íkveikju. 7. júní 2015 18:51 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Leita ungmenna sem sáust á svæðinu áður en eldurinn kviknaði Lögreglan á Suðurlandi leitar nú ungmenna eða jafnvel barna, sem ábendingar hafa borist um að hafi sést á lagersvæði plaströraverksmiðjunnar Sets á Selfossi rétt áður en mikill eldur gaus þar upp um kvöldmatarleitið í gærkvöldi. 8. júní 2015 07:17
Sjáðu brunann á Selfossi á svakalegu myndbandi úr lofti Grunur leikur á um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur braust út við plastsmiðjuna Set á Selfossi á sjöunda tímanum í kvöld. 7. júní 2015 23:13
Eldurinn kviknaði fyrir „óvitaskap“ Tveir níu ára drengir voru að fikta með eld á Selfossi. 8. júní 2015 11:15