Innlent

Leita ungmenna sem sáust á svæðinu áður en eldurinn kviknaði

Frá vettvangi.
Frá vettvangi.
Lögreglan á Suðurlandi leitar nú ungmenna eða jafnvel barna, sem ábendingar hafa borist um að hafi sést á lagersvæði plaströraverksmiðjunnar Sets á Selfossi rétt áður en mikill eldur gaus þar upp um kvöldmatarleitið í gærkvöldi.

Þótt börnin séu ekki sakhæf, er framburður þeirra talinn mikilvægur við rannsóknina. Gríðarlegur kolsvartur reykjarmökkur stóð beint upp af eldinum, en lögregla segir það mikla mildi hversu veður var stillt þannig að reykurinn stóð fyrst beint upp í nokkra hæð, áður en hann fór að dreifast, þanngi að hann lagðist ekki yfir íbúðahverfi.

Þó voru nokkur hús í grenndinni rýmd og komið upp móttöku fyrir fólkið í Vallaskóla. Reykurinn var eitraður og hvatti lögregla fólk til að leita á heilsugæsluna, ef það finndi eitthvað til i öndunarfærum, en fréttastofu er ekki kunnugt um nema einn, sem þangað leitaði, og hafði hann ekki orðið fyrir alvarlegri eitrun.

Þrátt fyrir mikinn eld gekk slökkvistarf greiðlega, en talið er að tjónið nemi einhvernsstaðar á bilinu 10 til 20 milljónir króna.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×