Ásdís: Þrír og hálfur mánuður síðan ég var með með brotna hendi og tárin í augunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 20:34 Ásdís Hjálmsdóttir fer á HM í ár og ÓL á næsta ári. vísir/getty „Það er eiginlega svolítið erfitt að lýsa því hvernig mér leið þegar ég sá hversu langt þetta var,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi. Ásdís vann spjótkastkeppnina á Riga-bikarnum í Lettlandi í kvöld með kasti upp á 62,14 metra sem hjó nærri Íslandsmeti hennar sem er 62,77 metrar. Kastið tryggði Ásdísi þátttökurétt á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári, en lágmarkið til Ríó eru 62 metrar. „Það er meiri léttir að vera komin með lágmörkin heldur en að ná þessari lengd. Ég vissi vel að ég ætti inni fyrir svona löngu kasti þannig þetta var ekkert fullkomið draumakast,“ segir Ásdís.vísir/gettyHún segir allt öðruvísi að æfa og keppa þegar búið er að ná lágmörkum fyrir þessi stórmót. „Ef þú ert með þessa pressu á þér að þurfa kasta þessa vegalend þarftu að vera toppa fyrir hvert mót,“ segir hún. „Fresturinn til að ná lágmarki fyrir HM rennur út í byrjun ágúst. Það væri ekki góður undirbúningur að vera í stressi að reyna að ná lágmarki fyrir HM og keppa kannski á tveimur mótunum vikunni fyrir Peking. Þá ertu að stefna að því að toppa á þeim mótum en ekki tveimur vikum síðar á HM.“ „Nú verður sumarið aðeins öðruvísi hjá mér. Ég þarf ekki að keppa jafnmikið heldur get ég æft í gegnum mótið og miðað við það að toppa í ágúst. Það sama gildir á næsta ári. Þá mun allt miðast við að toppa á Ól í ágúst,“ segir Ásdís.Ásdís var fánaberi Íslands á opnunarhátíð ÓL 2012.vísir/gettyÁsdís segist hafa fundið það um leið og hún sleppti spjótinu að kastið væri gott. Hún bjóst þó ekki við þessari lengd sem eru í raun góð tíðindi. „Þegar ég náði Íslandsmetinu í London small allt. Það var rosalega gott kast þar sem allt gekk upp. Núna var þetta ekki þannig. Ég fann að kastið var gott en ég bjóst ekki við þessari lengd sem sýnir að ég á meira inni,“ segir hún. „Spjótið sjálft er 2,10 metrar og ég sá að það fór allt yfir 60 metra línuna þannig ég vissi um leið að þetta var lengra en 62 metrar. Ég bjóst samt ekki alveg við þessu.“ Spjótkastkeppnin í Riga-bikarnum er aðalnúmerið og verðlaunagripurinn fyrir fyrsta sætið í henni mun stærri en önnur verðlaun á mótinu. „Ég fékk ekki bara gullmedalíu heldur gott betur en það. Ég er með risastóran bikar sem ég þarf einhvernveginn að drösla heim. Þetta er svakalega stór dolla sem ég kem ekki í töskuna. Ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Ásdís og hlær.Hún vonast til að komast á fleiri Demantamót.vísir/afpHún býr og æfir í Zürich og þarf að koma bikarnum þangað. En fyrst þarf hún að koma honum til Íslands þannig sá stóri verður á ferð og flugi. „Ég er náttúrlega að koma heim í fyrramálið til að keppa á Smáþjóðaleikunum. Ég kasta spjótinu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn og svo kringlu á fimmtudaginn. Það er nóg að gera,“ segir hún kát. Ásdís keppir á Demantamóti í Osló í næsta mánuði, en hún vonar að sigurinn í Ríga og þetta kast komi henni á sterkari mót. „Þetta opnar vonandi dyr á sterkustu mótin. Það eru Demantamót í París og Stokkhólmi í júlí og það er spurning hvort maður fær boð á þau,“ segir Ásdís. Árangurinn hjá Ásdísi til þessa á árinu er í raun magnaður því ekki er langt síðan hún brotnaði á kasthendinni. „Þetta er sætt því undirbúningurinn í vetur hefur verið nokkuð skrautlegur. Það eru ekki nema þrír og hálfur mánuður síðan ég sat með tárin í augunum og brotna hendi upp á slysó,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. 3 birds 1 stone and all that! 62,14 m, a win today and I'm qualified for #Beijing World Champs and #RioOlympics!! #Speachless #GameOfThrows #Season2015 #RigaCup A photo posted by Ásdís Hjálms (@asdishjalms) on May 28, 2015 at 12:09pm PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
„Það er eiginlega svolítið erfitt að lýsa því hvernig mér leið þegar ég sá hversu langt þetta var,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi. Ásdís vann spjótkastkeppnina á Riga-bikarnum í Lettlandi í kvöld með kasti upp á 62,14 metra sem hjó nærri Íslandsmeti hennar sem er 62,77 metrar. Kastið tryggði Ásdísi þátttökurétt á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári, en lágmarkið til Ríó eru 62 metrar. „Það er meiri léttir að vera komin með lágmörkin heldur en að ná þessari lengd. Ég vissi vel að ég ætti inni fyrir svona löngu kasti þannig þetta var ekkert fullkomið draumakast,“ segir Ásdís.vísir/gettyHún segir allt öðruvísi að æfa og keppa þegar búið er að ná lágmörkum fyrir þessi stórmót. „Ef þú ert með þessa pressu á þér að þurfa kasta þessa vegalend þarftu að vera toppa fyrir hvert mót,“ segir hún. „Fresturinn til að ná lágmarki fyrir HM rennur út í byrjun ágúst. Það væri ekki góður undirbúningur að vera í stressi að reyna að ná lágmarki fyrir HM og keppa kannski á tveimur mótunum vikunni fyrir Peking. Þá ertu að stefna að því að toppa á þeim mótum en ekki tveimur vikum síðar á HM.“ „Nú verður sumarið aðeins öðruvísi hjá mér. Ég þarf ekki að keppa jafnmikið heldur get ég æft í gegnum mótið og miðað við það að toppa í ágúst. Það sama gildir á næsta ári. Þá mun allt miðast við að toppa á Ól í ágúst,“ segir Ásdís.Ásdís var fánaberi Íslands á opnunarhátíð ÓL 2012.vísir/gettyÁsdís segist hafa fundið það um leið og hún sleppti spjótinu að kastið væri gott. Hún bjóst þó ekki við þessari lengd sem eru í raun góð tíðindi. „Þegar ég náði Íslandsmetinu í London small allt. Það var rosalega gott kast þar sem allt gekk upp. Núna var þetta ekki þannig. Ég fann að kastið var gott en ég bjóst ekki við þessari lengd sem sýnir að ég á meira inni,“ segir hún. „Spjótið sjálft er 2,10 metrar og ég sá að það fór allt yfir 60 metra línuna þannig ég vissi um leið að þetta var lengra en 62 metrar. Ég bjóst samt ekki alveg við þessu.“ Spjótkastkeppnin í Riga-bikarnum er aðalnúmerið og verðlaunagripurinn fyrir fyrsta sætið í henni mun stærri en önnur verðlaun á mótinu. „Ég fékk ekki bara gullmedalíu heldur gott betur en það. Ég er með risastóran bikar sem ég þarf einhvernveginn að drösla heim. Þetta er svakalega stór dolla sem ég kem ekki í töskuna. Ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Ásdís og hlær.Hún vonast til að komast á fleiri Demantamót.vísir/afpHún býr og æfir í Zürich og þarf að koma bikarnum þangað. En fyrst þarf hún að koma honum til Íslands þannig sá stóri verður á ferð og flugi. „Ég er náttúrlega að koma heim í fyrramálið til að keppa á Smáþjóðaleikunum. Ég kasta spjótinu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn og svo kringlu á fimmtudaginn. Það er nóg að gera,“ segir hún kát. Ásdís keppir á Demantamóti í Osló í næsta mánuði, en hún vonar að sigurinn í Ríga og þetta kast komi henni á sterkari mót. „Þetta opnar vonandi dyr á sterkustu mótin. Það eru Demantamót í París og Stokkhólmi í júlí og það er spurning hvort maður fær boð á þau,“ segir Ásdís. Árangurinn hjá Ásdísi til þessa á árinu er í raun magnaður því ekki er langt síðan hún brotnaði á kasthendinni. „Þetta er sætt því undirbúningurinn í vetur hefur verið nokkuð skrautlegur. Það eru ekki nema þrír og hálfur mánuður síðan ég sat með tárin í augunum og brotna hendi upp á slysó,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. 3 birds 1 stone and all that! 62,14 m, a win today and I'm qualified for #Beijing World Champs and #RioOlympics!! #Speachless #GameOfThrows #Season2015 #RigaCup A photo posted by Ásdís Hjálms (@asdishjalms) on May 28, 2015 at 12:09pm PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira