Ný plata Bjarkar óvænt komin út Bjarki Ármannsson skrifar 20. janúar 2015 19:50 Plötuumslag Vulnicura er glæsilegt eins og Bjarkar er von og vísa. Vulnicura, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kemur út á netverslun iTunes um heim allan nú á næsta sólarhringnum. Jafnframt fá aðdáendur að sjá umslag plötunnar í fyrsta sinn. Björk greindi í kvöld frá þessum óvæntu tíðindum á heimasíðu sinni og á samfélagsmiðlum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og líkja sumir miðlar útgáfunni við óvænta plötuútgáfu Beyoncé fyrir rúmu ári. Í skilaboðunum sem Björk skrifaði til aðdáenda sinna og lesa má hér neðar í fréttinni lýsir hún gerð plötunnar og eys lofi á samstarfsmenn sína. Hún segir meðal annars að Vulnicura hafi í fyrstu einkennst af ástarsorg, þrjú lög hafi verið samin rétt fyrir skilnað og þrjú þeirra rétt eftir. Hún voni þó að lögin muni nýtast fólki sem er að jafna sig eftir svipaðar aðstæður. Björk tilkynnti í síðustu viku að von værri á nýrri plötu í mars. Mögulega hefur það haft eitthvað að gera með ákvörðunina um að gefa Vulnicura fyrr út að henni var lekið á netið fyrir tveimur dögum. Þetta er fyrsta platan sem Björk sendir frá sér frá því að Biophilia kom út árið 2011 við frábærar undirtektir. Vulnicura kemur út á geisladisk og vínyl í mars, líkt og ráðgert var. Björk mun einnig halda nokkra tónleika í New York í vor. Innlegg frá Björk. Tónlist Tengdar fréttir Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46 Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Vulnicura, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kemur út á netverslun iTunes um heim allan nú á næsta sólarhringnum. Jafnframt fá aðdáendur að sjá umslag plötunnar í fyrsta sinn. Björk greindi í kvöld frá þessum óvæntu tíðindum á heimasíðu sinni og á samfélagsmiðlum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og líkja sumir miðlar útgáfunni við óvænta plötuútgáfu Beyoncé fyrir rúmu ári. Í skilaboðunum sem Björk skrifaði til aðdáenda sinna og lesa má hér neðar í fréttinni lýsir hún gerð plötunnar og eys lofi á samstarfsmenn sína. Hún segir meðal annars að Vulnicura hafi í fyrstu einkennst af ástarsorg, þrjú lög hafi verið samin rétt fyrir skilnað og þrjú þeirra rétt eftir. Hún voni þó að lögin muni nýtast fólki sem er að jafna sig eftir svipaðar aðstæður. Björk tilkynnti í síðustu viku að von værri á nýrri plötu í mars. Mögulega hefur það haft eitthvað að gera með ákvörðunina um að gefa Vulnicura fyrr út að henni var lekið á netið fyrir tveimur dögum. Þetta er fyrsta platan sem Björk sendir frá sér frá því að Biophilia kom út árið 2011 við frábærar undirtektir. Vulnicura kemur út á geisladisk og vínyl í mars, líkt og ráðgert var. Björk mun einnig halda nokkra tónleika í New York í vor. Innlegg frá Björk.
Tónlist Tengdar fréttir Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46 Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46
Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25