Enski boltinn

Swansea enn taplaust

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/GEtty
Swansea er enn taplaust það sem af er í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en Gylfi Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Swansea.

Fyrsta mark leiksins kom í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Bafetimbi Gomis fékk þá laglega sendingu frá Kyle Naughton og kláraði færið vel, en Bafetimbi hefur verið að spila á tímabilinu.

Í síðari hálfleik jöfnuðu heimamenn metin. Þeir höfðu ekki ógnað mikið, en það var hinn markheppni Jermain Defoe sem jafnaði fyrir Sunderland með laglegu skoti.

Bæði lið fengu færi til þess að skora sigurmarkið, en allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-1. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Swansea.

Sunderland á botninum með eitt stig, en Swansea enn taplaust; með fimm stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×