Mata og Gerrard í aðalhlutverkum í sigri United | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2015 00:01 Juan Mata fagnar fyrra marki sínu. Vísir/AFP Manchester United bar sigurorð af Liverpool, 1-2, í stórleik helgarinanr í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsta tap Liverpool í deildinni á þessu ári en United er nú með fimm stiga forskot á Rauða herinn í 4. sæti deildarinnar. United komst yfir á 14. mínútu þegar Mata skoraði eftir sendingu frá landa sínum, Ander Herrera. Fátt markvert gerðist annars í fyrri hálfleik ef frá talið gott færi sem Adam Lallana fékk 10 mínútum fyrir hálfleik. Lallana fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Innkoma hans var ótrúlegri kantinum en innan við mínútu eftir að Gerrard kom inn á fékk hann að líta rauða spjaldið hjá Martin Atkinson, dómara leiksins. Gerrard byrjaði á því tækla Juan Mata, markaskorara Manchester United, 15 sekúndum eftir að hann kom inn á. Nokkrum andartökum síðar tæklaði Ander Herrera Gerrard sem brást illa við og traðkaði á legg Spánverjans. Fyrir það fékk hann að líta rauða spjaldið í síðasta leik sínum með Liverpool gegn Manchester United. Ótrúleg atburðarrás og ótrúleg innkoma hjá þessari miklu Liverpool-goðsögn.Martin Atkinson sýnir Gerrard rauða spjaldið.vísir/afpÁ 58. mínútu tvöfaldaði Mata forystu United með sínu öðru marki sem var stórglæsilegt. Ángel di María vippaði boltanum inn á vítateiginn á Mata sem klippti boltann glæsilega á lofti framhjá Simon Mignolet í marki Liverpool. Liverpool-menn sóttu í sig veðrið eftir þetta og á 69. mínútu minnkaði Daniel Sturridge muninn í 1-2 með skoti hægra megin úr vítateignum eftir sendingu frá Philippe Coutinho. Heimamenn sóttu stíft það sem eftir lifði leiks en vörn gestanna hélt. United fékk kjörið tækifæri til að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en Mignolet varði slaka vítaspyrnu Wayne Rooney. Fleiri urðu mörkin ekki og United fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð. Lærisveinar Louis van Gaal eru nú með 59 stig í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Liverpool sem er í 5. sæti.Juan Mata kemur United í 1-0 Steven Gerrard fær að líta rauða spjaldið Mata kemur United í 0-2 með stórkostlegu marki Sturridge minnkar muninn í 1-2 Mignolet ver vítaspyrnu Rooney Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Manchester United bar sigurorð af Liverpool, 1-2, í stórleik helgarinanr í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsta tap Liverpool í deildinni á þessu ári en United er nú með fimm stiga forskot á Rauða herinn í 4. sæti deildarinnar. United komst yfir á 14. mínútu þegar Mata skoraði eftir sendingu frá landa sínum, Ander Herrera. Fátt markvert gerðist annars í fyrri hálfleik ef frá talið gott færi sem Adam Lallana fékk 10 mínútum fyrir hálfleik. Lallana fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Innkoma hans var ótrúlegri kantinum en innan við mínútu eftir að Gerrard kom inn á fékk hann að líta rauða spjaldið hjá Martin Atkinson, dómara leiksins. Gerrard byrjaði á því tækla Juan Mata, markaskorara Manchester United, 15 sekúndum eftir að hann kom inn á. Nokkrum andartökum síðar tæklaði Ander Herrera Gerrard sem brást illa við og traðkaði á legg Spánverjans. Fyrir það fékk hann að líta rauða spjaldið í síðasta leik sínum með Liverpool gegn Manchester United. Ótrúleg atburðarrás og ótrúleg innkoma hjá þessari miklu Liverpool-goðsögn.Martin Atkinson sýnir Gerrard rauða spjaldið.vísir/afpÁ 58. mínútu tvöfaldaði Mata forystu United með sínu öðru marki sem var stórglæsilegt. Ángel di María vippaði boltanum inn á vítateiginn á Mata sem klippti boltann glæsilega á lofti framhjá Simon Mignolet í marki Liverpool. Liverpool-menn sóttu í sig veðrið eftir þetta og á 69. mínútu minnkaði Daniel Sturridge muninn í 1-2 með skoti hægra megin úr vítateignum eftir sendingu frá Philippe Coutinho. Heimamenn sóttu stíft það sem eftir lifði leiks en vörn gestanna hélt. United fékk kjörið tækifæri til að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en Mignolet varði slaka vítaspyrnu Wayne Rooney. Fleiri urðu mörkin ekki og United fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð. Lærisveinar Louis van Gaal eru nú með 59 stig í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Liverpool sem er í 5. sæti.Juan Mata kemur United í 1-0 Steven Gerrard fær að líta rauða spjaldið Mata kemur United í 0-2 með stórkostlegu marki Sturridge minnkar muninn í 1-2 Mignolet ver vítaspyrnu Rooney
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira