Enski boltinn

Gayle hetja Palace | Eriksen bjargaði Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gayle skoraði tvö mörk fyrir Crystal Palace í sigri á Burnley.
Gayle skoraði tvö mörk fyrir Crystal Palace í sigri á Burnley. vísir/getty
Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Chelsea vann stórsigur á Swansea á útivelli og Liverpool og Manchester United unnu einnig góða útisigra.

Dwight Gayle reyndist hetja Crystal Palace þegar hann tryggði liðinu dramatískan sigur á Burnley á útivelli.

Burnley byrjaði frábærlega gegn Crystal Palace og nýliðarnir voru komnir í 2-0 eftir 16 mínútna leik með mörkum frá Ben Mee og Danny Ings.

Palace-menn sýndu hins vegar karakter og náðu að jafna í 2-2 með mörkum frá Dwight Gayle og Jason Puncheon. Það var síðan Gayle sem skoraði sigurmarkið á 87. mínútu eftir sendingu frá Puncheon.

Þetta var annar sigur Palace í tveimur leikjum undir stjórn Alans Pardew, en óhætt er að segja að hann byrji vel á nýja vinnustaðnum.

Christian Eriksen heldur áfram að tryggja Tottenham stig en danski landsliðsmaðurinn skoraði sigurmark Spurs gegn Sunderland tveimur mínútum fyrir leikslok.

Spurs komst yfir strax á 2. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Jan Vertongen skoraði, en Seb Larsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 31. mínútu.

Tottenham er í 5. sæti með 37 stig, en Sunderland er í 15. sæti með 20 stig, einu stigi frá fallsæti.

Þá vann Stoke 0-1 sigur á Leicester á útivelli. Bojan skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×