Kjartan Hreinsson gefur út P3 við góðar undirtektir Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 09:00 Kjartan fékk myndavél fyrir tveimur árum og hefur verið með hana á sér síðan þá. mynd/aðsend Frá því að Kjartan Hreinsson fékk sér myndavél fyrir tveimur árum hefur hann ekki hætt að taka myndir. Hann gaf út blöðung eða „zine“ á dögunum sem heitir P3 og er samsafn af myndum sem hann hefur tekið upp á síðkastið. Á myndunum hans skín í gegn dálæti á Olís, skipum og gömlum bílum. Hann leikstýrði einnig báðum tónlistarmyndböndum Sturlu Atlas. Kjartan er ekki lærður en þrátt fyrir það hafa myndir hans vakið mikla athygli og styrkti 66°Norður nýlega verkefni eftir hann. „Ég er búinn að vera með myndavélina á mér frá því að ég fékk hana. Ég er alltaf að taka myndir en vissi aldrei hvað ég ætti að gera við þær, hef bara verið að setja þær á Instagram. Svo ákvað ég að gera lítinn bækling og ég skemmti mér við að setja þetta upp. Nú eru komnar þrjár útgáfur,“ segir Kjartan en í þetta skiptið er bæklingurinn 80 blaðsíður sem er næstum því eins og bók og var prentaður í 40 eintökum.Kjartan birti myndir af öllum síðum P3 á netinu en hann hefur slegið í gegn.„Ég er ýmist að gefa þá eða að selja. Það eru margir sem vilja kaupa hann og þá sel ég hann á lágu verði og næ þannig að borga upp prentkostnaðinn.“ Myndirnar eru ýmist persónulegar af vinunum eða frá verkefnum sem hann hefur tekið að sér eins og þegar hann aðstoðaði við gerð tónlistarmyndbandsins við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur en myndbandið var leikstýrt af Magnúsi Leifssyni. „Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með skipum og bílum en ég get verið mjög pikkí þegar kemur að þeim. Það halda líka margir að ég hafi verið að vinna fyrir Olís en þetta er bara della sem ég hef tekið upp á. Það var útgerðarmaður á Vestfjörðum í fréttunum með Olís-derhúfu og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Hann segist einnig vera heillaður af Olís-merkinu en það er hannað af Þresti Magnússyni sem gerði íslensku myntina. Kjartan leikstýrði myndböndum Sturlu Atlas en þeir eru góðir vinir. „Myndböndin voru bæði frekar óplönuð og tekin upp á litlu myndavélina mína. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað í líkingu við þetta." Áhugasamir geta skoðað skjáskot út P3 hér og hægt er að skoða PYK sem Kjartan og Young Karin gerðu með 66°Norður. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Frá því að Kjartan Hreinsson fékk sér myndavél fyrir tveimur árum hefur hann ekki hætt að taka myndir. Hann gaf út blöðung eða „zine“ á dögunum sem heitir P3 og er samsafn af myndum sem hann hefur tekið upp á síðkastið. Á myndunum hans skín í gegn dálæti á Olís, skipum og gömlum bílum. Hann leikstýrði einnig báðum tónlistarmyndböndum Sturlu Atlas. Kjartan er ekki lærður en þrátt fyrir það hafa myndir hans vakið mikla athygli og styrkti 66°Norður nýlega verkefni eftir hann. „Ég er búinn að vera með myndavélina á mér frá því að ég fékk hana. Ég er alltaf að taka myndir en vissi aldrei hvað ég ætti að gera við þær, hef bara verið að setja þær á Instagram. Svo ákvað ég að gera lítinn bækling og ég skemmti mér við að setja þetta upp. Nú eru komnar þrjár útgáfur,“ segir Kjartan en í þetta skiptið er bæklingurinn 80 blaðsíður sem er næstum því eins og bók og var prentaður í 40 eintökum.Kjartan birti myndir af öllum síðum P3 á netinu en hann hefur slegið í gegn.„Ég er ýmist að gefa þá eða að selja. Það eru margir sem vilja kaupa hann og þá sel ég hann á lágu verði og næ þannig að borga upp prentkostnaðinn.“ Myndirnar eru ýmist persónulegar af vinunum eða frá verkefnum sem hann hefur tekið að sér eins og þegar hann aðstoðaði við gerð tónlistarmyndbandsins við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur en myndbandið var leikstýrt af Magnúsi Leifssyni. „Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með skipum og bílum en ég get verið mjög pikkí þegar kemur að þeim. Það halda líka margir að ég hafi verið að vinna fyrir Olís en þetta er bara della sem ég hef tekið upp á. Það var útgerðarmaður á Vestfjörðum í fréttunum með Olís-derhúfu og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Hann segist einnig vera heillaður af Olís-merkinu en það er hannað af Þresti Magnússyni sem gerði íslensku myntina. Kjartan leikstýrði myndböndum Sturlu Atlas en þeir eru góðir vinir. „Myndböndin voru bæði frekar óplönuð og tekin upp á litlu myndavélina mína. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað í líkingu við þetta." Áhugasamir geta skoðað skjáskot út P3 hér og hægt er að skoða PYK sem Kjartan og Young Karin gerðu með 66°Norður.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira