Íslenska í dauðateygjunum og þak að hruni komið Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2015 13:06 Nefndarálit fjárlaganefndar hafa enn ekki litið dagsins ljós en rúm vika er liðin frá því önnur umræða fjárlaga átti að fara fram. Þingmenn hafa mælt fyrir alls kyns breytingum á útgjöldum næsta árs í umræðum á þinginu í morgun. Önnur umræða fjárlaga átti að fara fram á fimmtudag í síðustu viku og hefur ítrekað verið frestað í þessari viku en nú er stefnt að því að hún fari fram á mánudag. Á þingfundi í morgun ræddu þingmenn ýmsar breytingar sem þeir vildu sjá á fjárlögunum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ræddi til að mynda kjör eldri borgara og öryrkja ásamt fleirum og vitnaði til álitsgerðar Öryrkjabandalagsins. Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur öryrkja sem býr einn og fær greidda heimilisuppbót eru 187.507 krónur. Í sömu álitsgerð er búið að reikna út framfærsluþörf á barnlausum einstaklingi sem býr einn í eigin húsnæði og það eru 348.537 krónur í ráðstöfunartekjur. Sem þýðir 482.846 krónur fyrir skatt,“ sagði Katrín og spurði þingmenn hvort þeir treystu sér til að lifa á þessum greiðslum. Þingflokksformennirnir Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki lýstu yfir áhyggjum af stöðu íslenskunnar í tölvuheimum. Þær vísuðu til orða Úlfars Erlingssonar forstöðumanns tölvuöryggismála hjá Google á aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags. En þar sagði hann íslenskuna dauða í tölvuheimum og spáði illa fyrir lífi hennar í framtíðinni. „Hann sagði jafnframt að tæknin sem þyrfti til þess að reisa varnir fyrir íslenska tungu væri til en við værum í kapphlaupi við tímann. Hans orð voru þau að tæknin réði vel við að talsetja nú þegar einfalt efni en eftir þrjú ár eða svo væri hægt að talsetja allt efnimeð þeirri tækni sem þá, innan þriggja ára yrði til,“ sagði Svandís. Þetta er talið kosta um 200 milljónir á ári og sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir að öllum kynslóðum bæri skylda til að ráðast í verkefnið áður en það yrði of seint.Þakið á grensásdeild Landsspítalans að hrynja Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar gerði stöðu Landspítalans að umtalsefni og nýlega ákvörðun að setja 30 milljónir í að kanna rekstur hans. Taldi hún þessum peningum betur varið í viðhald á húsakosti Landspítalans sem væri víða bágborinn. „Ég vil sjá þessar 30 milljónir sem eiga að renna til ráðgjafa úti í bæ sem vantar kannski vinnu – við höfum séð hvaða ráðgjafar það eru, það eru hollvinir þeirra sem stjórna hér og það er efni í aðra umræðu – getum við gjört svo vel og sent þessar 30 milljónir beinustu leið inna á Grensás fyrir helgi út af því að þakið er að hrynja,“ sagði Björt. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar undraðist töfina á annarri umræðu fjárlaga þegar ríkjandi væri málafæð á Alþingi vegna verkleysis stjórnarflokkanna. „Ég verð að spyrja virðulegan forseta hvenær getur þá önnur umræða fjárlaga farið fram og mun hann ekki fara að tryggja það að forysta fjárlaganefndar hætti að móðga fólk úti í bæ og fari að vinna vinnuna sína,“ spurði Árni Páll og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis svaraði: „Forseti væntir þess að tillögur meirihluta fjárlaganefndar berist í dag. Á þessum sólarhring og gerir ráð fyrir að umræðan geti farið fram á mánudaginn,“ sagði Einar. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Nefndarálit fjárlaganefndar hafa enn ekki litið dagsins ljós en rúm vika er liðin frá því önnur umræða fjárlaga átti að fara fram. Þingmenn hafa mælt fyrir alls kyns breytingum á útgjöldum næsta árs í umræðum á þinginu í morgun. Önnur umræða fjárlaga átti að fara fram á fimmtudag í síðustu viku og hefur ítrekað verið frestað í þessari viku en nú er stefnt að því að hún fari fram á mánudag. Á þingfundi í morgun ræddu þingmenn ýmsar breytingar sem þeir vildu sjá á fjárlögunum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ræddi til að mynda kjör eldri borgara og öryrkja ásamt fleirum og vitnaði til álitsgerðar Öryrkjabandalagsins. Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur öryrkja sem býr einn og fær greidda heimilisuppbót eru 187.507 krónur. Í sömu álitsgerð er búið að reikna út framfærsluþörf á barnlausum einstaklingi sem býr einn í eigin húsnæði og það eru 348.537 krónur í ráðstöfunartekjur. Sem þýðir 482.846 krónur fyrir skatt,“ sagði Katrín og spurði þingmenn hvort þeir treystu sér til að lifa á þessum greiðslum. Þingflokksformennirnir Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki lýstu yfir áhyggjum af stöðu íslenskunnar í tölvuheimum. Þær vísuðu til orða Úlfars Erlingssonar forstöðumanns tölvuöryggismála hjá Google á aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags. En þar sagði hann íslenskuna dauða í tölvuheimum og spáði illa fyrir lífi hennar í framtíðinni. „Hann sagði jafnframt að tæknin sem þyrfti til þess að reisa varnir fyrir íslenska tungu væri til en við værum í kapphlaupi við tímann. Hans orð voru þau að tæknin réði vel við að talsetja nú þegar einfalt efni en eftir þrjú ár eða svo væri hægt að talsetja allt efnimeð þeirri tækni sem þá, innan þriggja ára yrði til,“ sagði Svandís. Þetta er talið kosta um 200 milljónir á ári og sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir að öllum kynslóðum bæri skylda til að ráðast í verkefnið áður en það yrði of seint.Þakið á grensásdeild Landsspítalans að hrynja Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar gerði stöðu Landspítalans að umtalsefni og nýlega ákvörðun að setja 30 milljónir í að kanna rekstur hans. Taldi hún þessum peningum betur varið í viðhald á húsakosti Landspítalans sem væri víða bágborinn. „Ég vil sjá þessar 30 milljónir sem eiga að renna til ráðgjafa úti í bæ sem vantar kannski vinnu – við höfum séð hvaða ráðgjafar það eru, það eru hollvinir þeirra sem stjórna hér og það er efni í aðra umræðu – getum við gjört svo vel og sent þessar 30 milljónir beinustu leið inna á Grensás fyrir helgi út af því að þakið er að hrynja,“ sagði Björt. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar undraðist töfina á annarri umræðu fjárlaga þegar ríkjandi væri málafæð á Alþingi vegna verkleysis stjórnarflokkanna. „Ég verð að spyrja virðulegan forseta hvenær getur þá önnur umræða fjárlaga farið fram og mun hann ekki fara að tryggja það að forysta fjárlaganefndar hætti að móðga fólk úti í bæ og fari að vinna vinnuna sína,“ spurði Árni Páll og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis svaraði: „Forseti væntir þess að tillögur meirihluta fjárlaganefndar berist í dag. Á þessum sólarhring og gerir ráð fyrir að umræðan geti farið fram á mánudaginn,“ sagði Einar.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira