Íslenska í dauðateygjunum og þak að hruni komið Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2015 13:06 Nefndarálit fjárlaganefndar hafa enn ekki litið dagsins ljós en rúm vika er liðin frá því önnur umræða fjárlaga átti að fara fram. Þingmenn hafa mælt fyrir alls kyns breytingum á útgjöldum næsta árs í umræðum á þinginu í morgun. Önnur umræða fjárlaga átti að fara fram á fimmtudag í síðustu viku og hefur ítrekað verið frestað í þessari viku en nú er stefnt að því að hún fari fram á mánudag. Á þingfundi í morgun ræddu þingmenn ýmsar breytingar sem þeir vildu sjá á fjárlögunum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ræddi til að mynda kjör eldri borgara og öryrkja ásamt fleirum og vitnaði til álitsgerðar Öryrkjabandalagsins. Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur öryrkja sem býr einn og fær greidda heimilisuppbót eru 187.507 krónur. Í sömu álitsgerð er búið að reikna út framfærsluþörf á barnlausum einstaklingi sem býr einn í eigin húsnæði og það eru 348.537 krónur í ráðstöfunartekjur. Sem þýðir 482.846 krónur fyrir skatt,“ sagði Katrín og spurði þingmenn hvort þeir treystu sér til að lifa á þessum greiðslum. Þingflokksformennirnir Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki lýstu yfir áhyggjum af stöðu íslenskunnar í tölvuheimum. Þær vísuðu til orða Úlfars Erlingssonar forstöðumanns tölvuöryggismála hjá Google á aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags. En þar sagði hann íslenskuna dauða í tölvuheimum og spáði illa fyrir lífi hennar í framtíðinni. „Hann sagði jafnframt að tæknin sem þyrfti til þess að reisa varnir fyrir íslenska tungu væri til en við værum í kapphlaupi við tímann. Hans orð voru þau að tæknin réði vel við að talsetja nú þegar einfalt efni en eftir þrjú ár eða svo væri hægt að talsetja allt efnimeð þeirri tækni sem þá, innan þriggja ára yrði til,“ sagði Svandís. Þetta er talið kosta um 200 milljónir á ári og sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir að öllum kynslóðum bæri skylda til að ráðast í verkefnið áður en það yrði of seint.Þakið á grensásdeild Landsspítalans að hrynja Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar gerði stöðu Landspítalans að umtalsefni og nýlega ákvörðun að setja 30 milljónir í að kanna rekstur hans. Taldi hún þessum peningum betur varið í viðhald á húsakosti Landspítalans sem væri víða bágborinn. „Ég vil sjá þessar 30 milljónir sem eiga að renna til ráðgjafa úti í bæ sem vantar kannski vinnu – við höfum séð hvaða ráðgjafar það eru, það eru hollvinir þeirra sem stjórna hér og það er efni í aðra umræðu – getum við gjört svo vel og sent þessar 30 milljónir beinustu leið inna á Grensás fyrir helgi út af því að þakið er að hrynja,“ sagði Björt. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar undraðist töfina á annarri umræðu fjárlaga þegar ríkjandi væri málafæð á Alþingi vegna verkleysis stjórnarflokkanna. „Ég verð að spyrja virðulegan forseta hvenær getur þá önnur umræða fjárlaga farið fram og mun hann ekki fara að tryggja það að forysta fjárlaganefndar hætti að móðga fólk úti í bæ og fari að vinna vinnuna sína,“ spurði Árni Páll og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis svaraði: „Forseti væntir þess að tillögur meirihluta fjárlaganefndar berist í dag. Á þessum sólarhring og gerir ráð fyrir að umræðan geti farið fram á mánudaginn,“ sagði Einar. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Nefndarálit fjárlaganefndar hafa enn ekki litið dagsins ljós en rúm vika er liðin frá því önnur umræða fjárlaga átti að fara fram. Þingmenn hafa mælt fyrir alls kyns breytingum á útgjöldum næsta árs í umræðum á þinginu í morgun. Önnur umræða fjárlaga átti að fara fram á fimmtudag í síðustu viku og hefur ítrekað verið frestað í þessari viku en nú er stefnt að því að hún fari fram á mánudag. Á þingfundi í morgun ræddu þingmenn ýmsar breytingar sem þeir vildu sjá á fjárlögunum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ræddi til að mynda kjör eldri borgara og öryrkja ásamt fleirum og vitnaði til álitsgerðar Öryrkjabandalagsins. Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur öryrkja sem býr einn og fær greidda heimilisuppbót eru 187.507 krónur. Í sömu álitsgerð er búið að reikna út framfærsluþörf á barnlausum einstaklingi sem býr einn í eigin húsnæði og það eru 348.537 krónur í ráðstöfunartekjur. Sem þýðir 482.846 krónur fyrir skatt,“ sagði Katrín og spurði þingmenn hvort þeir treystu sér til að lifa á þessum greiðslum. Þingflokksformennirnir Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki lýstu yfir áhyggjum af stöðu íslenskunnar í tölvuheimum. Þær vísuðu til orða Úlfars Erlingssonar forstöðumanns tölvuöryggismála hjá Google á aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags. En þar sagði hann íslenskuna dauða í tölvuheimum og spáði illa fyrir lífi hennar í framtíðinni. „Hann sagði jafnframt að tæknin sem þyrfti til þess að reisa varnir fyrir íslenska tungu væri til en við værum í kapphlaupi við tímann. Hans orð voru þau að tæknin réði vel við að talsetja nú þegar einfalt efni en eftir þrjú ár eða svo væri hægt að talsetja allt efnimeð þeirri tækni sem þá, innan þriggja ára yrði til,“ sagði Svandís. Þetta er talið kosta um 200 milljónir á ári og sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir að öllum kynslóðum bæri skylda til að ráðast í verkefnið áður en það yrði of seint.Þakið á grensásdeild Landsspítalans að hrynja Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar gerði stöðu Landspítalans að umtalsefni og nýlega ákvörðun að setja 30 milljónir í að kanna rekstur hans. Taldi hún þessum peningum betur varið í viðhald á húsakosti Landspítalans sem væri víða bágborinn. „Ég vil sjá þessar 30 milljónir sem eiga að renna til ráðgjafa úti í bæ sem vantar kannski vinnu – við höfum séð hvaða ráðgjafar það eru, það eru hollvinir þeirra sem stjórna hér og það er efni í aðra umræðu – getum við gjört svo vel og sent þessar 30 milljónir beinustu leið inna á Grensás fyrir helgi út af því að þakið er að hrynja,“ sagði Björt. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar undraðist töfina á annarri umræðu fjárlaga þegar ríkjandi væri málafæð á Alþingi vegna verkleysis stjórnarflokkanna. „Ég verð að spyrja virðulegan forseta hvenær getur þá önnur umræða fjárlaga farið fram og mun hann ekki fara að tryggja það að forysta fjárlaganefndar hætti að móðga fólk úti í bæ og fari að vinna vinnuna sína,“ spurði Árni Páll og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis svaraði: „Forseti væntir þess að tillögur meirihluta fjárlaganefndar berist í dag. Á þessum sólarhring og gerir ráð fyrir að umræðan geti farið fram á mánudaginn,“ sagði Einar.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent