Innlent

Býst við uppsögnum í álverinu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Starfsandinn þarna innandyra kemst ekki mikið neðar,“ segir Guðmundur.
„Starfsandinn þarna innandyra kemst ekki mikið neðar,“ segir Guðmundur. vísir/gva
Guðmundur Ragnarsson, formaður vélstjóra og málmtæknimanna, segir líklegt að til uppsagna komi náist ekki sátt í kjaraviðræðum ÍSAL og starfsmanna álversins í Straumsvík við Rio Tinto í bráð. Hann segir starfsandann sjaldan hafa verið verri.

„Starfsandinn þarna innandyra kemst ekki mikið neðar og ef fyrirtækið er ekki að drífa sig í að gera kjarasamning við starfsfólkið þá munu þeir fljótlega sitja með það í fanginu að fólk fer að leita á aðrar slóðir, finna sér vinnu annars staðar. Það blasir bara við. Það nennir enginn að vinna í svona fyrirtæki með ástandið svona,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Ragnarsson er formaður VM.vísir/anton
Hann segir starfsmannaveltuna hafa verið afar hraða á undanförnum sex mánuðum, sem meðal annars megi rekja til álags. „Stöðugildum hefur fækkað mikið frá árinu 2011 og það er mikið álag á fólki. Starfsmannaveltan hefur aukist verulega og fyrirtækið hefur viðurkennt það. Þetta spyrst út og það gengur illa að ráða inn.“

Enn sem áður haggast ekkert í kjaradeilunni, og enn hefur ekki verið boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara. Guðmundur bindur vonir við að boðað verði til fundar eftir helgi. Mikilvægt sé að finna lausn á deilunni hið fyrsta.

„Ég býst fastlega við því að ríkissáttasemjari muni boða til fundar eftir helgi, en ég hef þó ekkert heyrt. En þetta verður að leysa, það er alveg ljóst,“ segir Guðmundur.


Tengdar fréttir

Gæti orðið láglaunasvæði með tímanum

Þungt hljóð er í starfsmönnum álversins í Straumsvík. Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir þeim blæða fyrir harða afstöðu forsvarsmanna ÍSAL um að hverfa ekki frá kröfunni um að bjóða fleiri störf út til verktöku. Starfsmennirnir íhuga næstu skref en til greina kemur að grípa til útflutningsbanns.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.