Viðskipti innlent

Milljarðar frá Rio Tinto í Straumsvík til Rio Tinto í Sviss þrátt fyrir tap

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira.
Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira. Vísir/Vilhelm
Eigandi álversins Rio Tinto Alcan í Straumsvík greiðir milljarða króna á ári til eiganda síns Alcan Holdings Switzerland, á hverju ári þrátt fyrir taprekstur. Tapið er í raun að hluta tilkomið vegna þessara háu greiðslna. Fjallað er um málið í Stundinni í dag.

Rannveig sagði á þriðjudag að ekki stæði til að loka en í morgun sagði hún spurningu hvort starfsemin ætti bara að felast í því að uppfylla rafmagnskaupasamningVísir/GVA
Greiða fyrir einkaleyfi og súrál

Þar kemur fram að í svörum frá upplýsingafulltrúa Alcan á Ísland, Ólafi Teiti Guðnasyni, séu þessi gjöld, sem bókfærð eru sem kostnaður, tilkomin vegna einkaleyfa, tæknilegrar þjónustu, sameiginlegrar stjórnunar.Til viðbótar á álverið í Straumsvík umtalsverð viðskipti við móðurfélagið vegna kaupa á súráli og rafskauta sem notuð eru í framleiðslunni.Umræða hefur verið um hvort álverinu verði lokað vegna kjarabaráttu starfsmanna en baráttan virðist vera algjörlega strand. 

Álverð hefur lækkað talsvert á síðustu misserum.Vísir/GVA
Óljóst hvað gert verður

Boðuð verkfalli var aflýst á síðustu stundu í vikunni, ekki vegna þess að útlit væri fyrir samninga heldur þvert á móti þar sem forsvarsmenn starfsmanna sögðu engan samning í augsýn og að verið væri að nota starfsmenn sem átyllu til að loka verksmiðjunni.Taprekstur hefur verið á álverinu síðustu ár en ráðist hefur verið í talsverða fjárfestingu. Rannveig Rist, forstjóri álversins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að ekki stæði til að loka. „Við erum að vinna að því að láta þennan rekstur ganga vel og ganga áfram. Við erum nýbúin að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum.“Nú tveimur dögum síðar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, sagði Rannveig hins vegar spurningu um hvort tapið á rekstri álversins væri svo mikið að það borgi sig að borga bara rafmagnið og hætta framleiðslu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.