Enski boltinn

Fyrsta tap City í deildinni staðreynd | Sjáðu mörkin

Manchester City tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar liðið beið í lægri hlut á heimavelli gegn West Ham 2-1.

Victor Moses kom West Ham yfir strax á sjöttu mínútu með þrumufleyg. Diafra Sakho tvöfaldaði forystuna á 31. mínútu og útlitið ekki vænlegt fyrir heimamenn.

Kevin de Bruyne minnkaði muninn fyrir City undir lok fyrir hálfleiks og staðan 2-1 í hálfleik. Heimamenn reyndu og reyndu í síðari hálfleik, en allt kom fyrir ekki og lokatölur 2-1.

Ótrúlegur árangur West Ham sem hefur nú unnið Manchester City, Arsenal og Liverpool á útivelli. Þvílíkur árangur, en þeir eru í öðru sætinu með tólf stig þremur stigum á eftir toppliði City.

Þetta var fyrsti tapleikur City á tímabilinu og einnig fyrstu mörkin sem liðið fær á sig. Þeir töpuðu einnig í vikunni gegn Juventus svo annað tap City í röð staðreynd.

0-2: 1-2:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×