Enski boltinn

Pochettino: Erum með stóran hóp til að takast á við komandi verkefni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino á bekknum hjá Tottenham á dögunum.
Pochettino á bekknum hjá Tottenham á dögunum. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur fulla trú á því að leikmannahópur hans hjá Tottenham sé nægilega stór til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.

Tottenham spilar oft tvo leiki í viku því liðið er í Evrópudeildinni, en þeir unnu fyrsta leikinn þar 3-1 gegn Qarabag frá Azerbaídsjan.

„Við eigum fullt af leikjum framundan og við þurfum að fara vel með okkar leikmenn. Við verðum að gefa þeim viðeigandi meðhöndlun því við eigum í smá vandræðum með nokkra leikmenn, en það er ekkert mál því við erum með stóran hóp," sagði Pochettino.

Tottenham mætir Crystal Palace í hádeginu á White Hart Lane á morgun, en byrjun Tottenham hefur ekki verið góð. Þeir er með sex stig eftir fimm leiki, en Palace er með níu.

„Palace hefur bætt sig mikið og þeir hafa sýnt það í níu eða tíu síðustu leikjum - þeir hafa unnið átta. Þeir eru með mjög gott lið og hafa bætt sig frá síðustu leiktíð."

„Þetta er klisja, en það er enginn leikur auðveldur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð var fólk að tala um að Palace væri á leiðinni niður, en núna eru þeir í efri hluta deildarinnar."

„Líttu á lið eins og Swanesa, Everton, Southampton og núna Leicester. Það eru svo mörg góð lið svo þú þarft að vera á tánum í hverjum einasta leik. Þú þarft að vera klár um hverja helgi," sagði Argentínumaðurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×