Páll Óskar sýnir allt í Rokksafninu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 08:00 Páll Óskar Hjálmtýsson Vísir/GVA „Ég hef safnað öllu síðan Rocky Horror var sýnt árið 1991 og hef ég ekki hent neinu síðan þá. Ég einfaldlega afhendi þeim bara allt góssið og nú sitja þeir með sveittan skallann að fara í gegnum þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Laugardaginn 14. mars verður opnuð í Rokksafni Íslands í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ sýningin „Páll Óskar – Einkasafn poppstjörnu“, en Palli fagnar 45 ára afmæli sínu tveimur dögum síðar. „Ég ætlaði fyrst að geyma þetta heima hjá mér en þegar þau hjá Rokksafninu spurðu hvort ég ætti ekki eitthvað dót, þá gaf ég þeim þetta allt. Loksins fær þetta að njóta sín í fallegu rými,“ segir Palli. Sýningin verður nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla. Henni verður skipt niður eftir tímabilum og þar verða til sýnis flestir búningar sem hann hefur klæðst á ferlinum, gömul tímarit og viðtöl, teikningar og listaverk, skart, auglýsingar, vinnudagbækur, dagatöl og forláta Nokia 6110 síminn sem Palli átti í fjórtán ár. „Hvert tímabil fær sinn stall og á hverjum þeirra verða munir sem tengjast þeim tíma.“ segir hann. Á sýningunni verður einnig hægt að tylla sér niður og hlusta á gamlar og sjaldgæfar upptökur, bæði af tónlist hans og útvarpsþáttunum sem Palli stýrði eitt sinn, „Sætt og sóðalegt“ og „Dr.Love“. „Þarna geta gestir líka fiktað í fullt af tökkum og hljóðblandað lögin mín upp á nýtt. Það verður líka hægt að fara í lítið hljóðver þar sem þú velur þitt uppáhaldslag með mér, velur tóntegund, syngur það og færð upptökuna senda í tölvupósti, með myndbandi. Vonandi hefur fólk gaman af því og lærir jafnframt að einfalt popplag er samsett úr ótrúlega mörgum flóknum hlutum. Við ætlum að gera þessa sýningu eins skemmtilega og fjölbreytta og frekast er unnt,“ segir Palli. Aðspurður hvort það sé einhver einn hlutur á sýningunni sem hann haldi sérstaklega upp á, segist hann eiga erfitt með að gera upp á milli. „Rocky Horror-búningurinn skiptir mig þó gríðarlega miklu máli, því það var þá sem lætin byrjuðu.“ Laugardagskvöldið 14. mars verður alvöru Pallaball í Stapanum Keflavík með tilheyrandi stuði langt fram á nótt. Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Ég hef safnað öllu síðan Rocky Horror var sýnt árið 1991 og hef ég ekki hent neinu síðan þá. Ég einfaldlega afhendi þeim bara allt góssið og nú sitja þeir með sveittan skallann að fara í gegnum þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Laugardaginn 14. mars verður opnuð í Rokksafni Íslands í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ sýningin „Páll Óskar – Einkasafn poppstjörnu“, en Palli fagnar 45 ára afmæli sínu tveimur dögum síðar. „Ég ætlaði fyrst að geyma þetta heima hjá mér en þegar þau hjá Rokksafninu spurðu hvort ég ætti ekki eitthvað dót, þá gaf ég þeim þetta allt. Loksins fær þetta að njóta sín í fallegu rými,“ segir Palli. Sýningin verður nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla. Henni verður skipt niður eftir tímabilum og þar verða til sýnis flestir búningar sem hann hefur klæðst á ferlinum, gömul tímarit og viðtöl, teikningar og listaverk, skart, auglýsingar, vinnudagbækur, dagatöl og forláta Nokia 6110 síminn sem Palli átti í fjórtán ár. „Hvert tímabil fær sinn stall og á hverjum þeirra verða munir sem tengjast þeim tíma.“ segir hann. Á sýningunni verður einnig hægt að tylla sér niður og hlusta á gamlar og sjaldgæfar upptökur, bæði af tónlist hans og útvarpsþáttunum sem Palli stýrði eitt sinn, „Sætt og sóðalegt“ og „Dr.Love“. „Þarna geta gestir líka fiktað í fullt af tökkum og hljóðblandað lögin mín upp á nýtt. Það verður líka hægt að fara í lítið hljóðver þar sem þú velur þitt uppáhaldslag með mér, velur tóntegund, syngur það og færð upptökuna senda í tölvupósti, með myndbandi. Vonandi hefur fólk gaman af því og lærir jafnframt að einfalt popplag er samsett úr ótrúlega mörgum flóknum hlutum. Við ætlum að gera þessa sýningu eins skemmtilega og fjölbreytta og frekast er unnt,“ segir Palli. Aðspurður hvort það sé einhver einn hlutur á sýningunni sem hann haldi sérstaklega upp á, segist hann eiga erfitt með að gera upp á milli. „Rocky Horror-búningurinn skiptir mig þó gríðarlega miklu máli, því það var þá sem lætin byrjuðu.“ Laugardagskvöldið 14. mars verður alvöru Pallaball í Stapanum Keflavík með tilheyrandi stuði langt fram á nótt.
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira