Ófærð verður sýnd á BBC Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2015 16:18 Baltasar Kormákur er leikstjóri Ófærðar. mynd/universal Breska ríkisútvarpið BBC hefur tryggt sér sýningarétt á íslensku þáttaröðinni Ófærð sem verður sýnd á BBC 4 undir heitinu Trapped. Á vef TelevisionBusinessInternational kemur fram að BBC hafi náð samningum við kvikmyndagerðarmanninn Baltasar Kormák um sýningaréttinn. Þættirnir segja frá líkfundi í íslenskum bæ í þann mund sem óveður skellur og lamar allar samgöngur. Það gerir það að verkum að íbúarnir eru veðurtepptir í bænum á meðan rannsóknin stendur yfir. „Þættirnir eru úr smiðju þekktasta kvikmyndagerðarmanns Íslands, Baltasar Kormáks. Fyrirtæki hans RVKStudios sér um framleiðslu þeirra og á meðal leikarar eru Ólafur Darri Ólafsson, úr TrueDetective, og BjarneHenriksen, úr Forbrydelsen,“ segir á vef TBI-Vision. Áætlaður kostnaður við framleiðslu þáttanna er talinn milljarður króna en um er að ræða evrópskt samstarf á milli ríkisfjölmiðla á Íslandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Frakklandi. Tökur á þáttunum hófust í janúar síðastliðnum og var áætlað að þær myndu standa yfir í um 90 daga. Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð og fengu leikararnir til að mynda ekki að vita neitt um framvindu sögunnar fyrr en komið var að því að taka þau atriði upp þar sem það var uppljóstrað.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að Ófærð sé fyrsta íslenska þáttaröðin sem sýnd er á BBC. Það er ekki rétt því BBC hefur sýnt bæði Vaktaseríurnar og Latabæ. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC hefur tryggt sér sýningarétt á íslensku þáttaröðinni Ófærð sem verður sýnd á BBC 4 undir heitinu Trapped. Á vef TelevisionBusinessInternational kemur fram að BBC hafi náð samningum við kvikmyndagerðarmanninn Baltasar Kormák um sýningaréttinn. Þættirnir segja frá líkfundi í íslenskum bæ í þann mund sem óveður skellur og lamar allar samgöngur. Það gerir það að verkum að íbúarnir eru veðurtepptir í bænum á meðan rannsóknin stendur yfir. „Þættirnir eru úr smiðju þekktasta kvikmyndagerðarmanns Íslands, Baltasar Kormáks. Fyrirtæki hans RVKStudios sér um framleiðslu þeirra og á meðal leikarar eru Ólafur Darri Ólafsson, úr TrueDetective, og BjarneHenriksen, úr Forbrydelsen,“ segir á vef TBI-Vision. Áætlaður kostnaður við framleiðslu þáttanna er talinn milljarður króna en um er að ræða evrópskt samstarf á milli ríkisfjölmiðla á Íslandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Frakklandi. Tökur á þáttunum hófust í janúar síðastliðnum og var áætlað að þær myndu standa yfir í um 90 daga. Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð og fengu leikararnir til að mynda ekki að vita neitt um framvindu sögunnar fyrr en komið var að því að taka þau atriði upp þar sem það var uppljóstrað.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að Ófærð sé fyrsta íslenska þáttaröðin sem sýnd er á BBC. Það er ekki rétt því BBC hefur sýnt bæði Vaktaseríurnar og Latabæ.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira