Lífið

Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar.
Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar.
Hanna María Sigmundsdóttir, yngsta þingkonan og meðlimur Framsóknarflokksins, segist ekki skilja af hverju þurfi að fela brjóst.

Hún tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni um hálf ellefu í morgun:

Flokkssystir Hönnu Maríu, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi, er á öndverðum meiði. Hún tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í morgun. Þá sagði hún að undanfarinn sólarhringur, sem hefur verið helgaður frelsun geirvörtunnar, sé „alveg hámark plebbismans". 

Fleiri stjórnmálakonur hafa tekið þátt og vakti Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, mikla athygli þegar hún birti mynd af brjóstum sínum á Twitter í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.