Enski boltinn

Son tryggði Spurs annan sigurinn í röð | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-Min byrjar vel í búningi Tottenham en í dag tryggði hann liðinu 1-0 sigur á Crystal Palace í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Son, sem kom til Spurs frá Bayer Leverkusen í haust, skoraði tvö mörk gegn Qarabag í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og fylgdi þeirri frammistöðu eftir með marki eftir skyndisókn á 68. mínútu í dag.

Markið hjá Son má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þetta var annar sigur Tottenham í röð en liðið er komið upp í 9. sæti deildarinnar með níu stig, jafnmörg og Palace sem er búið að tapa tveimur leikjum í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×