Gao Hongbo, þjálfari kínverska knattspyrnuliðsins Jiangsu Sainty, var í dag rekinn frá störfum. Með liðinu spila Íslendingarnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson.
Jiangsu tapaði þriðja leiknum af síðustu fjórum í deildinni um helgina, en það fékk skell á heimavelli gegn Shanghai SIPG, 4-1. Liðið er í sjötta sæti í úrvalsdeildinni.
Viðar Örn, sem er markahæsti maður liðsins á tímabilinu, hefur verið á varamannabekknum í undanförnum leikjum, en hann hann kom inn á og tryggði sínum mönnum sigur í þar síðasta leik.
Þetta ættu því að vera ágætar fréttir fyrir Viðar Örn þar sem bekkjarseta hans hefur vakið furðu í Kína, en Hongbo þykir mjög varnarsinnaður þjálfari.
Þjálfari Viðars og Sölva rekinn

Tengdar fréttir

Viðar: Þjálfarinn er svolítið sérstakur
Viðar Örn Kjartansson er ánægður með Kína-ævintýrið.