Fótbolti

Lokeren jafnaði í tvígang gegn Charleroi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar í Lokeren fara rólega af stað.
Sverrir Ingi og félagar í Lokeren fara rólega af stað. vísir/daníel
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn Lokeren sem gerði 2-2 jafntefli við Sporting Charleroi í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sverrir og félagar fara rólega af stað en þeir töpuðu fyrir Zulte-Waregem í 1. umferðinni.

Lokeren lenti tvívegis undir í leik dagsins en tókst sem áður að ná í stig.

Sverrir Ingi kom til Lokeren frá Viking í byrjun febrúar á þessu ári og hefur síðan þá verið fastamaður í liðinu.


Tengdar fréttir

Sigur í fyrsta leik Birkis | Lokeren tapaði

Birkir Bjarnason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Basel í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en hann var í sigurliði Basel sem vann 3-2 sigur á Grasshoppers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×