Fótbolti

Sigur í fyrsta leik Birkis | Lokeren tapaði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Bjarnason var í sigurliði í dag.
Birkir Bjarnason var í sigurliði í dag. vísir/getty
Birkir Bjarnason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Basel í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en hann var í sigurliði Basel sem vann 3-2 sigur á Grasshoppers.

Shkelzen Gashi kom Basel yfir, en Munas Dabbur og Caio komu heimamönnum í Grasshoppers yfir. Gestirirnir jöfnuðu fyrir hlé með marki frá Marc Janko.

Michael Lang skoraði svo sigurmark Basel á 68. mínútu og tryggði þeim 3-2 sigur.

Birkir spilaði allan leikinn, en þetta var hans fyrsti leikur fyrir Basel. Hann gekk í raðir Basel frá Pescara, en Basel hefur unnið tvo fyrstu leiki sína.

Sverrir Ingi Ingaston stóð allan tímann í vörn Lokeren sem tapaði 2-1 gegn fyrrum samherjum Ólafs Inga Skúlasonar í Zulte-Waregem. Lokeren léku einum færri síðustu átján mínúturnar.

Þetta var fyrsti leikurinn hjá Lokeren í deildinni, en þeir eru því með núll stig eftir fyrstu umferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×