Lífið

Öllu tjaldað til á tónleikum Ásgeirs Trausta í Eldborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásgeir fyrir utan Brisbane Botanical Gardens, þar sem hann spilaði fyrir 9.000 manns Hann hefur verið á ferð um heiminn.
Ásgeir fyrir utan Brisbane Botanical Gardens, þar sem hann spilaði fyrir 9.000 manns Hann hefur verið á ferð um heiminn. Mynd/Guðmundur Kristinn Jónsson
„Þetta leggst bara mjög vel í mig og okkur alla,“ segir Ásgeir Trausti sem heldur sína langstærstu tónleika á Íslandi til þessa í Eldborg í Hörpu annað kvöld.

„Það er virkilega kærkomið að geta spilað í þessum sal og ljúka þar með þessu langa tónleikaferðalagi. Við erum búnir að spila út um allt, í hinum ýmsum löndum og á mjög mismunandi stöðum.“

Ásgeir hefur verið að kynna plötu sína um allan heim síðust tvö ár.

„Við höfum voðalega lítið verið að spila hérna heima síðustu ár og því er ég mjög spenntur. Við höfum aldrei haldið tónleika beinlínis í þessum sal, en ég hef farið á marga tónleika þarna. Þetta er ansi fallegur salur og ég held að þetta verði mjög góð upplifun.“

Tónleikarnir annað kvöld eru lokatónleikarnir á þessu tónleikaferðalagi Ásgeirs Trausta.

„Þetta var svona hugsað sem lokahnykkurinn á kynningunni á þessari plötu. Við förum reyndar alveg í lítinn Evróputúr í sumar en þetta eru formlegir lokatónleikar.“

Öllu verður tjaldað til á tónleikunum á morgun.

„Við verðum með strengjaleikara og frekar stórt band og við erum að breyta tónleikunum mikið fyrir Hörpuna. Þessi tónleikar verða því allt öðruvísi en aðrir á túrnum. Mitt hlutverk verður t.d. allt annað. Ég er vanur að vera nokkuð fastur við píanóið en núna verðum við með píanóleikara og því get ég einbeitt mér alveg að gítarnum, þannig líður mér best.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.