Allt jafnt í fyrsta skipti í kjöri íþróttamanns ársins 23. desember 2015 07:00 Jón Arnór Stefánsson var kosinn íþróttamaður ársins 2014. vísir/daníel Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 60. sinn frá upphafi á næstsíðasta degi ársins en 26 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Það eru jafn margar konur og karlar meðal tíu efstu annað árið í röð en það hafði aldrei gerst fyrir það kjör. Nú er skipting einnig þannig að jafn margir úr einstaklingsíþróttum og hópíþróttum komast í hóp tíu efstu. Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir ári og hann er aftur meðal tíu efstu í ár. Hann er nú meðal tíu efstu í tíunda sinn og er tíundi íþróttamaðurinn sem nær því. Jón Arnór er líka einn af þremur á listanum sem eru þar þriðja árið í röð en hin eru knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í áttunda sinn á ferlinum. Gylfi Þór Sigurðsson er aftur á móti á topp tíu listanum fjórða árið í röð og í fimmta skiptið á sex árum. Gylfi er einn af þremur á listanum í ár sem hafa hlotið titilinn áður en hinir eru Guðjón Valur og Jón Arnór. Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru báðar á listanum annað árið í röð sem þýðir að sex af tíu voru á listanum í fyrra. Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson voru bæði á listanum fyrir tveimur árum og þá bæði í fyrsta skipti. Tveir nýliðar eru á listanum að þessu sinni en knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir eru meðal tíu efstu í fyrsta sinn. Fanney er fyrsta kraftlyftingakonan í sögu kjörsins sem kemst í hóp tíu efstu. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2015 verður lýst í hófi í Silfurbergi í Hörpu þann 30. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna standa saman að hófi Íþróttamanns ársins í tuttugasta sinn.Topp tíu listinn 2015:Eygló Ósk Gústafsdóttir.vísir/anton brinkAníta Hinriksdóttir19 ára frjálsíþróttakona úr ÍR Varð í 20. sæti í 800 m hlaupi á 2:01,01 mínútu sem er næstbesti tími hennar á ferlinum og dugði til að tryggja Anítu þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó.Aron Einar Gunnarsson26 ára knattspyrnumaður hjá Cardiff Fyrirliði og lykilmaður á miðju íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti í lokakeppni stórmóts A-liða landsliða karla í fyrsta sinn, er Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi. Eygló Ósk Gústafsdóttir 20 ára sundkona úr Ægi Varð fyrst íslenskra íþróttamanna að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó í mars. Komst í úrslit á HM í 50 m laug og vann tvenn bronsverðlaun á EM í 25 laug í Ísrael, fyrst íslenskra kvenna.Fanney Hauksdóttir23 ára kraftlyftingakona úr Gróttu Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki og þriðja á heimslista í sínum þyngdarflokki. Heimsmeistari og heimsmethafi ungmenna sem og Íslandsmeistari í sama flokki.Gylfi Þór Sigurðsson.vísir/vilhelmGuðjón Valur Sigurðsson36 ára handboltamaður hjá Barcelona Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona og lykilmaður í íslenska landsliðinu. Var markahæstur leikmanna Barcelona á síðustu leiktíð og í liði ársins í spænsku deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson26 ára knattspyrnumaður hjá Swansea Í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og valinn í úrvalslið undankeppni EM. Leikur með Swansea sem náði besta árangri sínum frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni í vor.Helgi Sveinsson36 ára frjálsíþróttamaður úr Ármanni Varð þriðji á HM fatlaðra og bætti heimsmetið í sínum flokki, F42, þar sem hann er í efsta sæti á heimslista. Kastaði lengst 57,36 m.Fanney Hauksdóttir.vísir/daníelHrafnhildur Lúthersdóttir24 ára sundkona úr SH Fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á HM í 50 m laug, þar sem hún varð í 7. sæti í 50 m bringusundi og 6. sæti í 100 m bringusundi. Náði Ólympíulágmarki í fjórum greinum.Jón Arnór Stefánsson33 ára körfuboltamaður hjá Valencia Lykilmaður í liði Íslands sem keppti á úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrsta sinn. Lék með Malaga á fyrri hluta ársins og svo Valencia, sem er ósigrað á toppnum á Spáni.Sara Björk Gunnarsdóttir25 ára knattspyrnukona hjá Rosengård Svíþjóðarmeistari með Rosengård þar sem hún er fastamaður. Liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en Sara Björk er einnig lykilmaður með íslenska landsliðinu. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 60. sinn frá upphafi á næstsíðasta degi ársins en 26 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Það eru jafn margar konur og karlar meðal tíu efstu annað árið í röð en það hafði aldrei gerst fyrir það kjör. Nú er skipting einnig þannig að jafn margir úr einstaklingsíþróttum og hópíþróttum komast í hóp tíu efstu. Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir ári og hann er aftur meðal tíu efstu í ár. Hann er nú meðal tíu efstu í tíunda sinn og er tíundi íþróttamaðurinn sem nær því. Jón Arnór er líka einn af þremur á listanum sem eru þar þriðja árið í röð en hin eru knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í áttunda sinn á ferlinum. Gylfi Þór Sigurðsson er aftur á móti á topp tíu listanum fjórða árið í röð og í fimmta skiptið á sex árum. Gylfi er einn af þremur á listanum í ár sem hafa hlotið titilinn áður en hinir eru Guðjón Valur og Jón Arnór. Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru báðar á listanum annað árið í röð sem þýðir að sex af tíu voru á listanum í fyrra. Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson voru bæði á listanum fyrir tveimur árum og þá bæði í fyrsta skipti. Tveir nýliðar eru á listanum að þessu sinni en knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir eru meðal tíu efstu í fyrsta sinn. Fanney er fyrsta kraftlyftingakonan í sögu kjörsins sem kemst í hóp tíu efstu. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2015 verður lýst í hófi í Silfurbergi í Hörpu þann 30. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna standa saman að hófi Íþróttamanns ársins í tuttugasta sinn.Topp tíu listinn 2015:Eygló Ósk Gústafsdóttir.vísir/anton brinkAníta Hinriksdóttir19 ára frjálsíþróttakona úr ÍR Varð í 20. sæti í 800 m hlaupi á 2:01,01 mínútu sem er næstbesti tími hennar á ferlinum og dugði til að tryggja Anítu þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó.Aron Einar Gunnarsson26 ára knattspyrnumaður hjá Cardiff Fyrirliði og lykilmaður á miðju íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti í lokakeppni stórmóts A-liða landsliða karla í fyrsta sinn, er Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi. Eygló Ósk Gústafsdóttir 20 ára sundkona úr Ægi Varð fyrst íslenskra íþróttamanna að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó í mars. Komst í úrslit á HM í 50 m laug og vann tvenn bronsverðlaun á EM í 25 laug í Ísrael, fyrst íslenskra kvenna.Fanney Hauksdóttir23 ára kraftlyftingakona úr Gróttu Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki og þriðja á heimslista í sínum þyngdarflokki. Heimsmeistari og heimsmethafi ungmenna sem og Íslandsmeistari í sama flokki.Gylfi Þór Sigurðsson.vísir/vilhelmGuðjón Valur Sigurðsson36 ára handboltamaður hjá Barcelona Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona og lykilmaður í íslenska landsliðinu. Var markahæstur leikmanna Barcelona á síðustu leiktíð og í liði ársins í spænsku deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson26 ára knattspyrnumaður hjá Swansea Í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og valinn í úrvalslið undankeppni EM. Leikur með Swansea sem náði besta árangri sínum frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni í vor.Helgi Sveinsson36 ára frjálsíþróttamaður úr Ármanni Varð þriðji á HM fatlaðra og bætti heimsmetið í sínum flokki, F42, þar sem hann er í efsta sæti á heimslista. Kastaði lengst 57,36 m.Fanney Hauksdóttir.vísir/daníelHrafnhildur Lúthersdóttir24 ára sundkona úr SH Fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á HM í 50 m laug, þar sem hún varð í 7. sæti í 50 m bringusundi og 6. sæti í 100 m bringusundi. Náði Ólympíulágmarki í fjórum greinum.Jón Arnór Stefánsson33 ára körfuboltamaður hjá Valencia Lykilmaður í liði Íslands sem keppti á úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrsta sinn. Lék með Malaga á fyrri hluta ársins og svo Valencia, sem er ósigrað á toppnum á Spáni.Sara Björk Gunnarsdóttir25 ára knattspyrnukona hjá Rosengård Svíþjóðarmeistari með Rosengård þar sem hún er fastamaður. Liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en Sara Björk er einnig lykilmaður með íslenska landsliðinu.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira