Innlent

Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun

Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Krotið á veggjum Útlendingastofnunar.
Krotið á veggjum Útlendingastofnunar. Mynd/Óskar Steinn

Óprúttnir aðilar hafa málað orðið „Fasistar“ utan á húsnæði Útlendingastofnunar að Skógarhlíð 6. Óskar Steinn Óskarsson tók myndirnar sem fylgja fréttinni og í samtali við Vísi sagðist hann hafa verið á ferðinni í Skógarhlíð þegar hann sá bíl keyra afar greitt í burtu.

Bíllinn hafi verið á það mikilli ferð að hann hafi orðið forvitinn og ákveðið að sjá var í gangi. Við blasti þessi áletrun.

Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar

Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. Um var að ræða fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu. Fjölskyldurnar frá Albaníu hafa vakið hvað mesta athygli, en í báðum þeirra eru veik börn. Þá hefur einnig verið stofnaður undirskriftarlisti þar sem farið er fram á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segi af sér.

Sjá einnig: „Ég er birtingarmynd málsins“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.