Innlent

Sýrlensku flóttamennirnir koma fyrir áramót

Sveinn Arnarsson skrifar
Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir visir/vilhelm
Sýrlensku flóttamennirnir 55, sem boðið var að koma til Íslands, hafa þegið boðið og eru tilbúnir til að koma til landsins fyrir áramót. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á Facebook.

„Ég er mjög ánægð með að þessum áfanga sé náð og við hlökkum til að taka á móti þessum hóp," segir Eygló Harðardóttir í samtali við Vísi. „Við erum mjög þakklát fyrir að allir hafi samþykkt að koma til okkar. Við höldum svo áfram vinnunni, í samstarfi við heimasveitarfélögin sem boðist hafa að taka á móti fyrstu hópunum. Markmiðið er svo að taka vel á móti þessu fólki, bjóða það velkomið og hjálpa því að aðlagast nýjum og breyttum heimkynnum.“

Fyrir viku var samningur undirritaður milli ríkissins og sveitarfélaganna sem ætla að taka á móti flóttamönnunum. Flestir flóttamannanna, 23 talsins, munu fara til Akureyrar en Hafnarfjörður tekur á móti sautján. Fimmtán koma til með að búa í Kópavogi.

Gleðifréttir. Þeir 55 sýrlensku flóttamenn sem fengu boð um að koma til Íslands hafa þegið það og eru tilbúnir að ferðast fyrir áramót :)

Posted by Eygló Harðardóttir on Wednesday, 2 December 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×