Enski boltinn

Rojo fór úr axlarlið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marcos Rojo.
Marcos Rojo. vísir/getty
Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, fékk nýjan hausverk er argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo meiddist á æfingu í vikunni.

Rojo fór úr axlarlið og verður frá í nokkurn tíma. Hann fór einnig úr lið í sömu öxl í leik gegn Man. City á síðustu leiktíð.

Þá var Rojo frá í fjórar vikur án þess að fara í aðgerð. Hann er því væntanlega kominn í jólafrí.

Það var vart á bætandi fyrir varnarleik liðsins þar sem Luke Shaw er einnig meiddur sem og Antonio Valencia.

Daley Blind gæti því þurft að leysa bakvarðarstöðuna í næstu leikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×