Enski boltinn

Mamma Hödda Magg: Þú mætir víst | Sjáið auglýsinguna um enska boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eins og alltaf verður nóg af leikjum um hátíðirnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og íslenskt knattspyrnuáhugafólk gæti mögulega þurft að fórna einhverjum jólaboðum fyrir fótboltann.

Stöð 2 Sport 2 mun sýna alla leikina í beinni útsendingu á stöðvum sínum og munu íþróttafréttamenn stöðvarinnar því hafa nóg að gera við lýsingar.

Þeir eru líka í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu fyrir enska boltann í desembermánuði.

Þar má sjá Hörð Magnússon, Arnar Gunnlaugsson og Guðmund Benediktsson reyna að koma sér undan jólaboðum til að geta horft á enska boltann um jólin.

Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon sést ræða við mömmu sína í auglýsingunni þar sem hann neitar að mæta í jólaboðið.

Hörður setti auglýsinguna inn á fésbókarsíðu sína og margir höfðu gaman af því þegar móðir hans, Elísabet Sonja Harðardóttir, skrifaði: "Þú mætir víst".

Það er hægt að sjá þessa skemmtilegu auglýsingu í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×