Sport

Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson og Conor McCregor, sem báðir eiga fyrir höndum risastóra bardaga aðfaranótt sunnudags á UFC 194-bardagakvöldinu, fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum.

Conor er mikið fyrir jafnvægishreyfingar þessa dagana og hefur fengið mann til að hjálpa sér og Gunnari Nelson að bæta jafnvægisskynið og stýra líkama þeirra betur.

Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn

„Það er tvennt í þessari íþrótt sem þú þarft að stýra; þínum eigin líkama og líkama andstæðingsins,“ segir Conor í annarri dagbókarfærslu UFC 194, þáttaröð sem kallast Embedded.

Þáttur þrjú er einnig kominn en þar heldur Conor áfram að stríða Jose Aldo, mótherja sínum, og segist vera með njósnara í herbúðum hans sem segja honum frá öllu sem gert er.

Dagbók númer tvö má sjá í spilaranum hér að ofan og dagbók númer þrjú hér að neðan. Allt tefni sem tengist Conor og Gunnari er aftarlega í báðum myndböndum.

MMA

Tengdar fréttir

Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn

Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×