Heimafólk vildi horfa á flugvélar og fylgjast með Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 10:15 "Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til,“ segir Friðþór. Vísir/Anton Brink „Ég er að fjalla um hvað hinir erlendu herir voru að sýsla hér á landinu, hvert hlutverk þeirra var, hvar þeir voru staðsettir og hvernig vera þeirra tengdist því sem var að gerast í heiminum,“ segir Friðþór Eydal sem hefur skrifað sex bækur á íslensku um hernámið og hersetuna í landinu. Sú nýjasta fjallar um hersetu á Ströndum og Norðurlandi vestra. Friðþór notar ekki aðeins ritaðar heimildir heldur hefur tekið viðtöl við setuliðsmenn og Norðlendinga sem muna eftir hersetunni í sinni heimabyggð. Skyldu þeir aldrei hafa óttast loftárásir óvinaherja? „Varúðin gegn því var mest áberandi hér í Reykjavík þar sem stjórnvöldum rann mest blóðið til skyldunnar. En þegar þýskar flugvélar sáust á lofti áttu verðir stundum í mestu vandræðum með að koma Íslendingum niður í loftvarnarbyrgi því þeir voru uppteknir af því að horfa á flugvélarnar og fylgjast með aksjóninni.“ Á Reykjum í Hrútafirði féll skólahald niður í þrjú ár vegna hersetunnar. „Skólastjórninni var tilkynnt að breski herinn mundi reisa búðir í grennd við skólann. Hún stakk upp á að hann leigði skólahúsnæðið því skólahald mundi ekki fara saman við hersetuna. Skólanum var svo skilað nýmáluðum og dúklögðum þegar herinn fór sumarið 1943.“Breskir hermenn við liðskönnun hjá Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í fullum herklæðum eins og félagar þeirra sem lentu í Hrútafjarðarslysinu. Mynd/Af bls. 62 í bókinniHryggilegt slys varð í Hrútafirðinum þegar breskir dátar ætluðu að sigla frá Borðeyri yfir að Reykjum á flatbotna bátum. Átján menn fórust og fundust aldrei. Friðþór náði viðtali við einn af þeim sem lifðu slysið af. „Siglingin var liður í æfingaáætlunum herliðsins,“ segir hann. „Lífið gekk út á að þjálfa sig fyrir ferðina sem vonandi yrði aldrei farin. En hún var farin 1944 þegar innrásin var gerð í Normandí og þar voru notaðir sams konar bátar til að komast yfir ár og síki.“ Fjölmargar myndir eru í nýju bókinni. „Fyrir nokkrum árum gerði ég rannsókn á myndasöfnum bresku og bandarísku herjanna og skráði þau. Það var mikill fengur að finna þar áhugaverðar myndir sem ég hef notað í mínar bækur og útvegað mörgum öðrum myndir í rit og ýmsa umfjöllun.“ Í fyrri bókum Eyþórs um sama efni koma Hvalfjörður, Austurland, Keflavík og Kópavogur við sögu. Ætlar hann að skrifa fleiri? „Ég gæti hugsað mér að gera bók um Reykjavík og Mosfellssveit. Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til.“ Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er að fjalla um hvað hinir erlendu herir voru að sýsla hér á landinu, hvert hlutverk þeirra var, hvar þeir voru staðsettir og hvernig vera þeirra tengdist því sem var að gerast í heiminum,“ segir Friðþór Eydal sem hefur skrifað sex bækur á íslensku um hernámið og hersetuna í landinu. Sú nýjasta fjallar um hersetu á Ströndum og Norðurlandi vestra. Friðþór notar ekki aðeins ritaðar heimildir heldur hefur tekið viðtöl við setuliðsmenn og Norðlendinga sem muna eftir hersetunni í sinni heimabyggð. Skyldu þeir aldrei hafa óttast loftárásir óvinaherja? „Varúðin gegn því var mest áberandi hér í Reykjavík þar sem stjórnvöldum rann mest blóðið til skyldunnar. En þegar þýskar flugvélar sáust á lofti áttu verðir stundum í mestu vandræðum með að koma Íslendingum niður í loftvarnarbyrgi því þeir voru uppteknir af því að horfa á flugvélarnar og fylgjast með aksjóninni.“ Á Reykjum í Hrútafirði féll skólahald niður í þrjú ár vegna hersetunnar. „Skólastjórninni var tilkynnt að breski herinn mundi reisa búðir í grennd við skólann. Hún stakk upp á að hann leigði skólahúsnæðið því skólahald mundi ekki fara saman við hersetuna. Skólanum var svo skilað nýmáluðum og dúklögðum þegar herinn fór sumarið 1943.“Breskir hermenn við liðskönnun hjá Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í fullum herklæðum eins og félagar þeirra sem lentu í Hrútafjarðarslysinu. Mynd/Af bls. 62 í bókinniHryggilegt slys varð í Hrútafirðinum þegar breskir dátar ætluðu að sigla frá Borðeyri yfir að Reykjum á flatbotna bátum. Átján menn fórust og fundust aldrei. Friðþór náði viðtali við einn af þeim sem lifðu slysið af. „Siglingin var liður í æfingaáætlunum herliðsins,“ segir hann. „Lífið gekk út á að þjálfa sig fyrir ferðina sem vonandi yrði aldrei farin. En hún var farin 1944 þegar innrásin var gerð í Normandí og þar voru notaðir sams konar bátar til að komast yfir ár og síki.“ Fjölmargar myndir eru í nýju bókinni. „Fyrir nokkrum árum gerði ég rannsókn á myndasöfnum bresku og bandarísku herjanna og skráði þau. Það var mikill fengur að finna þar áhugaverðar myndir sem ég hef notað í mínar bækur og útvegað mörgum öðrum myndir í rit og ýmsa umfjöllun.“ Í fyrri bókum Eyþórs um sama efni koma Hvalfjörður, Austurland, Keflavík og Kópavogur við sögu. Ætlar hann að skrifa fleiri? „Ég gæti hugsað mér að gera bók um Reykjavík og Mosfellssveit. Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til.“
Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira