Eldra fólki haldið í fátækragildru Elín Albertsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 10:00 Það er nóg að gera hjá Guðrúnu Ásmundsdóttur þótt hún haldi upp á 80 ára afmælið á fimmtudaginn. MYND/ANTON Guðrúnu finnst skömm að þeim lúsarlaunum sem eldri borgarar þessa lands þurfa að lifa á. Hún segir eldri borgara vera setta í fátækragildru.MYND/ANTON Guðrún Ásmundsdóttir leikkona er ekki af baki dottin þótt hún fagni áttatíu ára afmæli á fimmtudaginn. Hún er enn að vinna af fullum krafti og fagnar því að hafa góða heilsu til þess. Guðrún hefur hins vegar miklar skoðanir á framkomu stjórnvalda við eldri borgara þessa lands. Guðrún segist þegar vera búin að halda upp á stórafmælið. Það hafi hún gert í sumar. „Börnin mín buðu bestu vinkonu minni til landsins. Hún er ensk og við kynntumst í leiklistarskóla í Englandi fyrir fimmtíu árum. Ég hélt fjögurra daga hátíð eins og gerðist í fornsögunum. Það var rosalega gaman,“ segir Guðrún. „Börnin leigðu fyrir okkur gistiheimili á Stokkseyri í fallegu umhverfi. Þegar maður opnaði út á svalir blasti Atlantshafið við. Það var stórkostlegt. Mér fannst ekki hægt að halda betur upp á afmælið,“ segir Guðrún. „Ég heimsæki alltaf þessa vinkonu mína þegar ég fer til Bretlands, síðast í vor þegar barnabarn mitt, Rakel Mjöll Leifsdóttir, útskrifaðist úr listaháskóla í Brighton.“Að lúra lengur „Það er margt gott við að eldast,“ segir Guðrún og finna má kaldhæðni í röddinni. „Ég hef alla mína tíð unnið eins og brjálæðingur. Ég hitti skólabróður minn um daginn og við ræddum hversu dásamlegt það væri að verða gamall. Hann sagðist hafa vaknað þennan morgun, snúið sér að eiginkonunni og sagt: „Heyrðu elskan, hvað eigum við að gera í dag? Eigum við að fara í sund eða lúra svolítið lengur?“ Konan leit á hann og svaraði. „Við skulum lúra svolítið lengur.“ Við skólasystkinin litum hvort á annað og sögðum: Mikið er það nú dásamlegt að við sem alltaf vorum í stressinu getum lúrað aðeins lengur,“ segir Guðrún og hlær að þessari staðreynd en bætir síðan við: „Þótt við fáum að lúra aðeins lengur þá er ekkert skemmtilegt að okkur skuli vera úthlutað einhverjum lúsarlaunum til að lifa af. Við þurfum ekkert endilega að fara til útlanda eða leyfa okkur eitthvað skemmtilegt, við viljum einungis fá að lifa með reisn, geta gefið gjafir og þess háttar,“ segir hún.Sælt að vera fátækur „Í þessu þjóðfélagi er okkur úthlutað hungurlús til að lifa á og ef við erum svo töff, áttræð að aldri, að geta unnið okkur smá aukapening þá er passað vel upp á að skerða lúsarlaunin. Ætli sé ekki heilt ráðuneyti í vinnu við að fylgjast með þessu,“ segir hún. „Þannig erum við, gamla fólkið, sett í fátækragildru. Ég og nokkrir jafnaldrar mínir ætlum að stofna félag út frá texta Davíðs Stefánssonar úr laginu Dalakofinn, Á meðan blómin anga og sorgir okkar sofa er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín. Við ætlum að leggja út frá Davíð og byggja okkur í lyngholti lítinn dalakofa. Síðan þurfum við að ræða við yfirvöld um að fá lóð undir svona dalakofa. Það væri auðvitað gott að hafa heita potta og þá getum við gamlingjarnir orðið hamingjusamir. Svo lifum við bara á skáldskap og sauðaþjófnaði,“ segir Guðrún og hlær en segist alls ekki nenna í einhverja pólitík.Í fallegri dalabyggð Þegar hún er spurð hvort það sé kvíðvænlegt að eldast, svarar hún því neitandi. „Mér finnst reyndar vondur þrýstingur að það eigi að troða okkur öllum eldri borgurum í litlar íbúðir í blokkum. Við eigum að selja fallegu húsin okkar. Vissulega er dýrt að reka stórt hús en þegar maður er orðinn gamall vill maður hafa pláss í kringum sig. Við viljum geta boðið fjölskyldu og vinum sem búa langt í burtu að gista hjá okkur. Kannski verð ég komin í einhverja dalabyggð á níræðisafmælinu. Því miður óttast ég mjög að mín kynslóð eigi ekki eftir að fá sanngjarna meðferð hjá ráðuneytunum. Ég minnist þess þegar ég var í námi í Bretlandi að fólk þar talaði um fátækt og að það hefði ekki efni á hinu og þessu. Mér fannst það mjög skrítið enda talaði ekki nokkur maður um fátækt á Íslandi. Maður var alinn upp við að ef fjölskylda ætti ekki neitt væri það bara þannig og alls ekki rætt. Við höfum alltaf verið stolt en maður vill samt ekki láta loka sig inni í einhverri fátækragildru. Verst finnst mér að mega ekki vinna sér inn aukapening ef maður getur það.“Þessi skemmtilega mynd var tekin árið 1964 af Guðrúnu og dóttur hennar, leikkonunni Sigrúnu Eddu.Sögur úr stríði og jólin í kallafjöllum Guðrún hefur verið með hverja uppákomuna á eftir aðra í Hannesarholti allt þetta ár. Í kvöld er hún til dæmis með „Og þá kom stríðið“ en það er dagskrá með söngvum og sögum úr seinni heimsstyrjöldinni. Í desember verður hún með jóladagskrá sem nefnist Jól í kallafjöllum. Sannarlega hefur Guðrún verið ötul við vinnu. Hún situr við skriftir og ritar fjársjóð minninganna, eins og hún kallar það. „Ég hef alltaf verið grúskari og mér finnst gaman að taka saman dagskrár og fá tónlistarfólk í lið með mér. Ég er sjálf sögumaður en með mér er yndisleg sópransöngkona sem heitir Alexandra Chernysova, hún býr í Hvalfirði en er frá Úkraínu. Við höfum unnið mikið saman og erum núna að búa til óperu sem heitir Skáldið og biskupsdóttirin. Með okkur í jólaverkinu verður Monica Abendorf hörpuleikari. „Það verður alveg rosaleg stemning hjá okkur enda erum við allar jólabörn. Sonardóttir mín, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, kemur einnig fram í þessu verki. Við verðum í Hannesarholti 6. og 13. desember og fríkum út í jólabransanum.“ Margar skemmtilegar uppákomur hafa verið með Guðrúnu í Hannesarholti og enn má búast við fleiru frá henni. Þá hefur hún einnig verið beðin að flytja þessa dagskrá hjá félagasamtökum og gerður er góður rómur að henni. Guðrún er sannarlega ekki hætt að skrifa þótt hún hafi ekki leikið lengi. „Að vera sögumaður gerir mann frjálsan. Maður velur yndislegt fólk með sér og ég nýt þess að eiga þennan fjársjóð minninganna. Í kvöld verða með mér fyrir utan Alexöndru Ásgeir Páll Ágústsson bariton og Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari.“Besta gjöfin Guðrún er þrígift. Eiginmaður hennar er Birgir Matthíasson. „Hann er sá þriðji og besti þótt hinir hafi líka verið flottir,“ segir hún. Börn Guðrúnar eru Leifur, Sigrún Edda leikkona og Ragnar Kjartansson listamaður. Guðrún á langan og glæstan leiklistarferil að baki. Húmorinn og jákvæðni er aldrei langt undan hjá henni. „Maður má ekki detta í biturleika,“ segir hún. „Ég hef séð vini og aðra detta niður í þann pytt en þá fer að verða leiðinlegt að vera gamall.“ Guðrún er ekkert farin að lúra lengur á morgnana þar sem ótal margt er að gerast hjá þessari farsælu og skemmtilegu leikkonu. „Mér myndi þykja besta afmælisgjöfin ef fólk kæmi að sjá jóladagskrána mína í Hannesarholti,“ segir hún. Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Guðrúnu finnst skömm að þeim lúsarlaunum sem eldri borgarar þessa lands þurfa að lifa á. Hún segir eldri borgara vera setta í fátækragildru.MYND/ANTON Guðrún Ásmundsdóttir leikkona er ekki af baki dottin þótt hún fagni áttatíu ára afmæli á fimmtudaginn. Hún er enn að vinna af fullum krafti og fagnar því að hafa góða heilsu til þess. Guðrún hefur hins vegar miklar skoðanir á framkomu stjórnvalda við eldri borgara þessa lands. Guðrún segist þegar vera búin að halda upp á stórafmælið. Það hafi hún gert í sumar. „Börnin mín buðu bestu vinkonu minni til landsins. Hún er ensk og við kynntumst í leiklistarskóla í Englandi fyrir fimmtíu árum. Ég hélt fjögurra daga hátíð eins og gerðist í fornsögunum. Það var rosalega gaman,“ segir Guðrún. „Börnin leigðu fyrir okkur gistiheimili á Stokkseyri í fallegu umhverfi. Þegar maður opnaði út á svalir blasti Atlantshafið við. Það var stórkostlegt. Mér fannst ekki hægt að halda betur upp á afmælið,“ segir Guðrún. „Ég heimsæki alltaf þessa vinkonu mína þegar ég fer til Bretlands, síðast í vor þegar barnabarn mitt, Rakel Mjöll Leifsdóttir, útskrifaðist úr listaháskóla í Brighton.“Að lúra lengur „Það er margt gott við að eldast,“ segir Guðrún og finna má kaldhæðni í röddinni. „Ég hef alla mína tíð unnið eins og brjálæðingur. Ég hitti skólabróður minn um daginn og við ræddum hversu dásamlegt það væri að verða gamall. Hann sagðist hafa vaknað þennan morgun, snúið sér að eiginkonunni og sagt: „Heyrðu elskan, hvað eigum við að gera í dag? Eigum við að fara í sund eða lúra svolítið lengur?“ Konan leit á hann og svaraði. „Við skulum lúra svolítið lengur.“ Við skólasystkinin litum hvort á annað og sögðum: Mikið er það nú dásamlegt að við sem alltaf vorum í stressinu getum lúrað aðeins lengur,“ segir Guðrún og hlær að þessari staðreynd en bætir síðan við: „Þótt við fáum að lúra aðeins lengur þá er ekkert skemmtilegt að okkur skuli vera úthlutað einhverjum lúsarlaunum til að lifa af. Við þurfum ekkert endilega að fara til útlanda eða leyfa okkur eitthvað skemmtilegt, við viljum einungis fá að lifa með reisn, geta gefið gjafir og þess háttar,“ segir hún.Sælt að vera fátækur „Í þessu þjóðfélagi er okkur úthlutað hungurlús til að lifa á og ef við erum svo töff, áttræð að aldri, að geta unnið okkur smá aukapening þá er passað vel upp á að skerða lúsarlaunin. Ætli sé ekki heilt ráðuneyti í vinnu við að fylgjast með þessu,“ segir hún. „Þannig erum við, gamla fólkið, sett í fátækragildru. Ég og nokkrir jafnaldrar mínir ætlum að stofna félag út frá texta Davíðs Stefánssonar úr laginu Dalakofinn, Á meðan blómin anga og sorgir okkar sofa er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín. Við ætlum að leggja út frá Davíð og byggja okkur í lyngholti lítinn dalakofa. Síðan þurfum við að ræða við yfirvöld um að fá lóð undir svona dalakofa. Það væri auðvitað gott að hafa heita potta og þá getum við gamlingjarnir orðið hamingjusamir. Svo lifum við bara á skáldskap og sauðaþjófnaði,“ segir Guðrún og hlær en segist alls ekki nenna í einhverja pólitík.Í fallegri dalabyggð Þegar hún er spurð hvort það sé kvíðvænlegt að eldast, svarar hún því neitandi. „Mér finnst reyndar vondur þrýstingur að það eigi að troða okkur öllum eldri borgurum í litlar íbúðir í blokkum. Við eigum að selja fallegu húsin okkar. Vissulega er dýrt að reka stórt hús en þegar maður er orðinn gamall vill maður hafa pláss í kringum sig. Við viljum geta boðið fjölskyldu og vinum sem búa langt í burtu að gista hjá okkur. Kannski verð ég komin í einhverja dalabyggð á níræðisafmælinu. Því miður óttast ég mjög að mín kynslóð eigi ekki eftir að fá sanngjarna meðferð hjá ráðuneytunum. Ég minnist þess þegar ég var í námi í Bretlandi að fólk þar talaði um fátækt og að það hefði ekki efni á hinu og þessu. Mér fannst það mjög skrítið enda talaði ekki nokkur maður um fátækt á Íslandi. Maður var alinn upp við að ef fjölskylda ætti ekki neitt væri það bara þannig og alls ekki rætt. Við höfum alltaf verið stolt en maður vill samt ekki láta loka sig inni í einhverri fátækragildru. Verst finnst mér að mega ekki vinna sér inn aukapening ef maður getur það.“Þessi skemmtilega mynd var tekin árið 1964 af Guðrúnu og dóttur hennar, leikkonunni Sigrúnu Eddu.Sögur úr stríði og jólin í kallafjöllum Guðrún hefur verið með hverja uppákomuna á eftir aðra í Hannesarholti allt þetta ár. Í kvöld er hún til dæmis með „Og þá kom stríðið“ en það er dagskrá með söngvum og sögum úr seinni heimsstyrjöldinni. Í desember verður hún með jóladagskrá sem nefnist Jól í kallafjöllum. Sannarlega hefur Guðrún verið ötul við vinnu. Hún situr við skriftir og ritar fjársjóð minninganna, eins og hún kallar það. „Ég hef alltaf verið grúskari og mér finnst gaman að taka saman dagskrár og fá tónlistarfólk í lið með mér. Ég er sjálf sögumaður en með mér er yndisleg sópransöngkona sem heitir Alexandra Chernysova, hún býr í Hvalfirði en er frá Úkraínu. Við höfum unnið mikið saman og erum núna að búa til óperu sem heitir Skáldið og biskupsdóttirin. Með okkur í jólaverkinu verður Monica Abendorf hörpuleikari. „Það verður alveg rosaleg stemning hjá okkur enda erum við allar jólabörn. Sonardóttir mín, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, kemur einnig fram í þessu verki. Við verðum í Hannesarholti 6. og 13. desember og fríkum út í jólabransanum.“ Margar skemmtilegar uppákomur hafa verið með Guðrúnu í Hannesarholti og enn má búast við fleiru frá henni. Þá hefur hún einnig verið beðin að flytja þessa dagskrá hjá félagasamtökum og gerður er góður rómur að henni. Guðrún er sannarlega ekki hætt að skrifa þótt hún hafi ekki leikið lengi. „Að vera sögumaður gerir mann frjálsan. Maður velur yndislegt fólk með sér og ég nýt þess að eiga þennan fjársjóð minninganna. Í kvöld verða með mér fyrir utan Alexöndru Ásgeir Páll Ágústsson bariton og Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari.“Besta gjöfin Guðrún er þrígift. Eiginmaður hennar er Birgir Matthíasson. „Hann er sá þriðji og besti þótt hinir hafi líka verið flottir,“ segir hún. Börn Guðrúnar eru Leifur, Sigrún Edda leikkona og Ragnar Kjartansson listamaður. Guðrún á langan og glæstan leiklistarferil að baki. Húmorinn og jákvæðni er aldrei langt undan hjá henni. „Maður má ekki detta í biturleika,“ segir hún. „Ég hef séð vini og aðra detta niður í þann pytt en þá fer að verða leiðinlegt að vera gamall.“ Guðrún er ekkert farin að lúra lengur á morgnana þar sem ótal margt er að gerast hjá þessari farsælu og skemmtilegu leikkonu. „Mér myndi þykja besta afmælisgjöfin ef fólk kæmi að sjá jóladagskrána mína í Hannesarholti,“ segir hún.
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira