Sama uppskriftin að árangri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2015 06:30 Strákarnir fagna gegn Hollandi. vísir/vilhelm Miðað við gengi íslenska landsliðsins síðan Lars Lagerbäck tók við stjórninni með Heimi Hallgrímssyni, fyrst sem aðstoðarmanni og síðar samþjálfara, er óþarfi að óttast árangurinn í síðustu leikjum. Strákarnir okkar eru án sigurs í síðustu fimm leikjum og þar af hafa þeir tapað síðustu þremur. Það er gömul saga og ný að íslenska liðið undir áhrifum Lars Lagerbäcks vinnur leikina sem skipta máli en nær ekki úrslitum í vináttu- og æfingaleikjum. Í fyrstu 40 leikjum Svíans hefur Ísland unnið aðeins rétt ríflega þriðjung æfingaleikjanna en er með ríflega 57 prósent sigurhlutfall í mótsleikjum. Það er á endanum auðvitað það sem skiptir máli. Strákarnir eru í svipaðri hringrás og í lok árs 2013 og byrjun árs 2014. Þá náðu þeir ekki að vinna Króatíu í tveimur frægum umspilsleikjum í lok árs 2013 en þar er auðvitað um að ræða mótsleiki. Árið 2014 byrjaði svo ekki vel. Skelfileg frammistaða B-liðsins í Dubai gegn Svíþjóð skilaði tapi og svo fíflaði Gareth Bale okkar menn upp úr skónum í tapleik gegn Wales. Betri hlutir fóru þó að sjást í vináttuleik gegn Austurríki en eftir jafntefli gegn því firnasterka liði – sem sló í gegn í undankeppni EM líkt og Ísland – duttu strákarnir í gang og unnu Eista í æfingaleik áður en Tyrkir, Lettar og Hollendingar voru lagðir að velli án þess að liðið fengi á sig mark í byrjun undankeppni EM. Lars og Heimir eru að reyna að stækka hópinn með því að gefa öðrum mönnum tækifæri en hafa spilað flesta leikina í undankeppninni. Liðið er fastmótað sem er einn helsti styrkleiki þess en jafnframt mikill veikleiki þegar kemur að leikjum sem skipta minna máli. „Við vitum það allir að ef við hefðum spilað okkar sterkasta lið hefðum við jarðað báðar þessar þjóðir,“ sagði Kári Árnason í viðtali við fótbolti.net eftir tapið fyrir Slóvakíu. Það er erfitt að mótmæla miðverðinum þar. Úrslitin tala einfaldlega sínu máli. Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Sjá meira
Miðað við gengi íslenska landsliðsins síðan Lars Lagerbäck tók við stjórninni með Heimi Hallgrímssyni, fyrst sem aðstoðarmanni og síðar samþjálfara, er óþarfi að óttast árangurinn í síðustu leikjum. Strákarnir okkar eru án sigurs í síðustu fimm leikjum og þar af hafa þeir tapað síðustu þremur. Það er gömul saga og ný að íslenska liðið undir áhrifum Lars Lagerbäcks vinnur leikina sem skipta máli en nær ekki úrslitum í vináttu- og æfingaleikjum. Í fyrstu 40 leikjum Svíans hefur Ísland unnið aðeins rétt ríflega þriðjung æfingaleikjanna en er með ríflega 57 prósent sigurhlutfall í mótsleikjum. Það er á endanum auðvitað það sem skiptir máli. Strákarnir eru í svipaðri hringrás og í lok árs 2013 og byrjun árs 2014. Þá náðu þeir ekki að vinna Króatíu í tveimur frægum umspilsleikjum í lok árs 2013 en þar er auðvitað um að ræða mótsleiki. Árið 2014 byrjaði svo ekki vel. Skelfileg frammistaða B-liðsins í Dubai gegn Svíþjóð skilaði tapi og svo fíflaði Gareth Bale okkar menn upp úr skónum í tapleik gegn Wales. Betri hlutir fóru þó að sjást í vináttuleik gegn Austurríki en eftir jafntefli gegn því firnasterka liði – sem sló í gegn í undankeppni EM líkt og Ísland – duttu strákarnir í gang og unnu Eista í æfingaleik áður en Tyrkir, Lettar og Hollendingar voru lagðir að velli án þess að liðið fengi á sig mark í byrjun undankeppni EM. Lars og Heimir eru að reyna að stækka hópinn með því að gefa öðrum mönnum tækifæri en hafa spilað flesta leikina í undankeppninni. Liðið er fastmótað sem er einn helsti styrkleiki þess en jafnframt mikill veikleiki þegar kemur að leikjum sem skipta minna máli. „Við vitum það allir að ef við hefðum spilað okkar sterkasta lið hefðum við jarðað báðar þessar þjóðir,“ sagði Kári Árnason í viðtali við fótbolti.net eftir tapið fyrir Slóvakíu. Það er erfitt að mótmæla miðverðinum þar. Úrslitin tala einfaldlega sínu máli.
Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Sjá meira