Bíó og sjónvarp

Kvikmyndin Hrútar aðgengileg öllum á Íslandi á löglegan hátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr myndinni.
Úr myndinni. vísir
Í kjölfar umræðu um ólöglegt niðurhal langar aðstandendum kvikmyndarinnar Hrútar að koma því á framfæri að myndin er nú aðgengileg öllum á Íslandi á einfaldan og löglegan hátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar.

Hægt er að horfa á myndina á netinu á Vimeo, fyrir 500 krónur og einnig á Skjár Bíó frá og með 5. nóvember og Vodafone leigunni frá og með 9. nóvember. Einnig er hægt að njóta myndarinnar í Bíó Paradís.

Vegna samninga við erlenda dreifingaraðila er ekki hægt að gefa myndina út á DVD fyrr en í mars 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×