Ólafur vill breytingar eftir skrautlegan vítaspyrnudóm Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2015 23:32 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Nordsjælland. Vísir/Getty Skrautleg uppákoma átti sér stað í leik Nordsjælland og Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni en Ólafur Kristjánsson þjálfar fyrrnefnda liðið. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í kvöld var dæmt víti á varnarmann Nordsjælland fyrir að handleika knöttinn. Læriveinar Ólafs voru þá með 1-0 forystu í leiknum og tíu mínútur eftir af leiknum. En Esbjerg skoraði úr vítinu og svo sigurmarkið tveimur mínútum síðar.Sjá einnig: Vafasöm vítaspyrna reyndist Ólafi dýrkeypt Jakob Kehlet, dómari leiksins, vissi upp á sig sökina um leið og hann sá manninn sem fékk vítið dæmt á sig. Hann hafði nefnilega fengið boltann í andlitið - ekki höndina - sem sást best á því að hann var alblóðugur í andlitinu.Hér má sjá upptöku af umræddu atviki, sem og neðst í fréttinni. „Þetta var alveg glórulaust,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta var gegn Esbjerg sem hafði ekki fengið stig lengi. Við komumst snemma yfir, vörðumst vel og vorum komnir yfir erfiðasta hjallann þegar þetta gerðist á 80. mínútu.“ Ólafur lýsir atvikinu svona: „Það kom skot þar sem varnarmaðurinn kastar sér niður. Mér sýndist boltinn hafa farið í skrokkinn á honum en þegar hann stendur upp sést að hann er alblóðugur. Boltinn hafði farið beint í nefið.“ „Dómarinn áttar sig þá á stöðunni og afsakar sig við leikmanninn. Hann gerði sér grein fyrir því að boltinn fór ekki í höndina en hann breytti ekki vítaspyrnudómnum,“ segir Ólafur, sem hitti dómarann eftir leik.Vísir/GettyDómarar eiga að dæma á það sem þeir sjá „Það var ekkert hægt að segja. Hann bara afsakaði sig,“ bætir Ólafur við. Dómarinn sagði honum að hann taldi sig hafa séð boltann fara í hönd leikmannsins. „Það er sífellt verið að tala um að dómarar eigi ekki að dæma nema það sem þeir sjá. Dómarinn taldi að boltinn fór í höndina og fyrir mér er það ekki nóg. En það er ekkert við því að gera.“ Ólafur skilur ekki af hverju það sé ekki hægt að breyta knattspyrnulögum á þann hátt að dómarar geti brugðist við óvæntum aðstæðum sem koma upp í leik, sem og þessum. „Það er svo glórulaust að með allri þeirri tækni sem er til og öllu því sem er undir í leikjunum að menn séu ekki reiðubúnir að skoða hvernig hægt er að komast hjá svona atvikum,“ segir Ólafur.Vísir/GettyÞjálfari geti mótmælt dómi Hann nefnir fleiri íþróttir, líkt og körfubolta, rúgbý og amerískan fótbolta, þar sem dómarar geti nýtt sér sjónvarpstækni til að endurskoða ákvarðanir sínar. Í sumum tilvikum geta þjálfarar liða í ákveðnum íþróttum beðið um að dómarar taki ákveðin atvik til skoðunar. Ólafur vill að knattspyrnan skoði að taka upp samskonar fyrirkomulag, þar sem það er kostur. „Þjálfari gæti til dæmis haft einn möguleika í hvorum hálfleik til að biðja dómara um að skoða ákveðin atvik,“ segir Ólafur sem hvorki áhyggjur af því að slík regla yrði misnotuð eða myndi tefja leikinn. „Ef þjálfari notar þennan kost þá er hann búinn að missa hann. Það verður því að fara sparlega með hann. Allt ferlið gæti tekið um 30 sekúndur. Annað eins fer í að láta vinstri bakvörð hlaupa yfir völlinn til að taka innkast hinum megin á vellinum.“Andreas Maxsø fékk dæmt á sig vítið umrædda í kvöld. Hér fær hann að líta rauða spjaldið í leik fyrr á þessu ári.Vísir/GettyJafna mig í fyrramálið Ólafur rifjar upp þegar hann var sjálfur leikmaður og sú regla tekin upp að leikmönnum var óheimilt að gefa aftur á markverði sína. „Þá átti maður erfitt að sjá fyrir sér hvaða áhrif þetta myndi hafa á knattspyrnuna. En þetta hefur verið ein besta reglubreyting sem hefur verið innleidd. Svo þegar marklínutæknin var innleidd var talað um að það væri ósanngjarnt að nota slíka tækni. Það er ekkert ósanngjarnt við marklínutækni.“ Nordjælland er í sjöunda sæti deildarinnar en hefði með sigri í kvöld farið upp í þriðja sætið. Tapið var því einkar svekkjandi fyrir Ólaf og félaga. „En svona er þetta bara. Ég er svekktur núna en verð búinn að jafna mig þegar ég vakna í fyrramálið,“ segir Ólafur í léttum dúr. Fótbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira
Skrautleg uppákoma átti sér stað í leik Nordsjælland og Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni en Ólafur Kristjánsson þjálfar fyrrnefnda liðið. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í kvöld var dæmt víti á varnarmann Nordsjælland fyrir að handleika knöttinn. Læriveinar Ólafs voru þá með 1-0 forystu í leiknum og tíu mínútur eftir af leiknum. En Esbjerg skoraði úr vítinu og svo sigurmarkið tveimur mínútum síðar.Sjá einnig: Vafasöm vítaspyrna reyndist Ólafi dýrkeypt Jakob Kehlet, dómari leiksins, vissi upp á sig sökina um leið og hann sá manninn sem fékk vítið dæmt á sig. Hann hafði nefnilega fengið boltann í andlitið - ekki höndina - sem sást best á því að hann var alblóðugur í andlitinu.Hér má sjá upptöku af umræddu atviki, sem og neðst í fréttinni. „Þetta var alveg glórulaust,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta var gegn Esbjerg sem hafði ekki fengið stig lengi. Við komumst snemma yfir, vörðumst vel og vorum komnir yfir erfiðasta hjallann þegar þetta gerðist á 80. mínútu.“ Ólafur lýsir atvikinu svona: „Það kom skot þar sem varnarmaðurinn kastar sér niður. Mér sýndist boltinn hafa farið í skrokkinn á honum en þegar hann stendur upp sést að hann er alblóðugur. Boltinn hafði farið beint í nefið.“ „Dómarinn áttar sig þá á stöðunni og afsakar sig við leikmanninn. Hann gerði sér grein fyrir því að boltinn fór ekki í höndina en hann breytti ekki vítaspyrnudómnum,“ segir Ólafur, sem hitti dómarann eftir leik.Vísir/GettyDómarar eiga að dæma á það sem þeir sjá „Það var ekkert hægt að segja. Hann bara afsakaði sig,“ bætir Ólafur við. Dómarinn sagði honum að hann taldi sig hafa séð boltann fara í hönd leikmannsins. „Það er sífellt verið að tala um að dómarar eigi ekki að dæma nema það sem þeir sjá. Dómarinn taldi að boltinn fór í höndina og fyrir mér er það ekki nóg. En það er ekkert við því að gera.“ Ólafur skilur ekki af hverju það sé ekki hægt að breyta knattspyrnulögum á þann hátt að dómarar geti brugðist við óvæntum aðstæðum sem koma upp í leik, sem og þessum. „Það er svo glórulaust að með allri þeirri tækni sem er til og öllu því sem er undir í leikjunum að menn séu ekki reiðubúnir að skoða hvernig hægt er að komast hjá svona atvikum,“ segir Ólafur.Vísir/GettyÞjálfari geti mótmælt dómi Hann nefnir fleiri íþróttir, líkt og körfubolta, rúgbý og amerískan fótbolta, þar sem dómarar geti nýtt sér sjónvarpstækni til að endurskoða ákvarðanir sínar. Í sumum tilvikum geta þjálfarar liða í ákveðnum íþróttum beðið um að dómarar taki ákveðin atvik til skoðunar. Ólafur vill að knattspyrnan skoði að taka upp samskonar fyrirkomulag, þar sem það er kostur. „Þjálfari gæti til dæmis haft einn möguleika í hvorum hálfleik til að biðja dómara um að skoða ákveðin atvik,“ segir Ólafur sem hvorki áhyggjur af því að slík regla yrði misnotuð eða myndi tefja leikinn. „Ef þjálfari notar þennan kost þá er hann búinn að missa hann. Það verður því að fara sparlega með hann. Allt ferlið gæti tekið um 30 sekúndur. Annað eins fer í að láta vinstri bakvörð hlaupa yfir völlinn til að taka innkast hinum megin á vellinum.“Andreas Maxsø fékk dæmt á sig vítið umrædda í kvöld. Hér fær hann að líta rauða spjaldið í leik fyrr á þessu ári.Vísir/GettyJafna mig í fyrramálið Ólafur rifjar upp þegar hann var sjálfur leikmaður og sú regla tekin upp að leikmönnum var óheimilt að gefa aftur á markverði sína. „Þá átti maður erfitt að sjá fyrir sér hvaða áhrif þetta myndi hafa á knattspyrnuna. En þetta hefur verið ein besta reglubreyting sem hefur verið innleidd. Svo þegar marklínutæknin var innleidd var talað um að það væri ósanngjarnt að nota slíka tækni. Það er ekkert ósanngjarnt við marklínutækni.“ Nordjælland er í sjöunda sæti deildarinnar en hefði með sigri í kvöld farið upp í þriðja sætið. Tapið var því einkar svekkjandi fyrir Ólaf og félaga. „En svona er þetta bara. Ég er svekktur núna en verð búinn að jafna mig þegar ég vakna í fyrramálið,“ segir Ólafur í léttum dúr.
Fótbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira