Aron fær ekki að taka þátt í Álfukeppninni 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2015 11:30 Leikmenn Mexíkó fagna hér sigrinum í nótt. Vísir/Getty Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta verða ekki með í Álfubikarnum í Rússlandi árið 2017 en það varð ljóst eftir tap á móti Mexíkó í sérstökum úrslitaleik um sætið í nótt. Fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku á eitt sæti í keppninni en þar sem að það voru búnir að fara fram tveir Gullbikarar á síðustu tveimur árum þá þurftu sigurvegarar þeirra, Bandaríkin 2013 og Mexíkó 2015, að spila um sætið. Leikurinn fór fram í Rose Bowl í Pasadena í nótt og vann Mexíkó 3-2 sigur eftir framlengingu en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Aron Jóhannsson, sem leikur með þýska liðinu Werder Bremen, var ekki valinn í bandaríska hópinn fyrir þennan leik en hann er að glíma við meiðsli. Aron Jóhannsson var fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu sumarið 2014 og hann átti möguleika á því að vera einnig sá fyrsti til að taka þátt í Álfukeppni FIFA. Íslenska landsliðið á reyndar enn möguleika á því að komast í Álfukeppnina þótt langsóttur sé en liðið er komið inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar og sú þjóð sem stendur uppi sem sigurvegari á EM 2016 færi sæti í Álfukeppninni. Javier Hernández kom Mexíkó í 1-0 á 10. mínútu en Geoff Cameron jafnaði aðeins fimm mínútum síðar. Þannig var staðan eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Oribe Peralta kom Mexíkó aftur yfir á 96. mínútu en varamaðurinn Bobby Wood jafnaði á 108. mínútu. Það var síðan hægri bakvörðurinn Paul Aguilar sem skoraði sigurmarkið á 118. mínútu. Gestgjafar Rússa, Heimsmeistarar Þjóðverja, Asíumeistarar Ástrala og Suður-Ameríkumeistararnir frá Síle hafa nú tryggt sér sæti í Álfukeppninni ásamt Mexíkó en það eru enn laus þrjú sæti. Það eru sæti Eyjaálfumeistaranna (sumar 2016), Evrópumeistaranna (sumar 2016) og Afríkumeistaranna (febrúar 2017). Álfukeppnin fer fram 17. júní til 2. júlí 2017 og fer úrslitaleikurinn fram í Sankti Pétursborg. Fótbolti Tengdar fréttir Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00 Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21 Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23 Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02 Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44 Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta verða ekki með í Álfubikarnum í Rússlandi árið 2017 en það varð ljóst eftir tap á móti Mexíkó í sérstökum úrslitaleik um sætið í nótt. Fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku á eitt sæti í keppninni en þar sem að það voru búnir að fara fram tveir Gullbikarar á síðustu tveimur árum þá þurftu sigurvegarar þeirra, Bandaríkin 2013 og Mexíkó 2015, að spila um sætið. Leikurinn fór fram í Rose Bowl í Pasadena í nótt og vann Mexíkó 3-2 sigur eftir framlengingu en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Aron Jóhannsson, sem leikur með þýska liðinu Werder Bremen, var ekki valinn í bandaríska hópinn fyrir þennan leik en hann er að glíma við meiðsli. Aron Jóhannsson var fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu sumarið 2014 og hann átti möguleika á því að vera einnig sá fyrsti til að taka þátt í Álfukeppni FIFA. Íslenska landsliðið á reyndar enn möguleika á því að komast í Álfukeppnina þótt langsóttur sé en liðið er komið inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar og sú þjóð sem stendur uppi sem sigurvegari á EM 2016 færi sæti í Álfukeppninni. Javier Hernández kom Mexíkó í 1-0 á 10. mínútu en Geoff Cameron jafnaði aðeins fimm mínútum síðar. Þannig var staðan eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Oribe Peralta kom Mexíkó aftur yfir á 96. mínútu en varamaðurinn Bobby Wood jafnaði á 108. mínútu. Það var síðan hægri bakvörðurinn Paul Aguilar sem skoraði sigurmarkið á 118. mínútu. Gestgjafar Rússa, Heimsmeistarar Þjóðverja, Asíumeistarar Ástrala og Suður-Ameríkumeistararnir frá Síle hafa nú tryggt sér sæti í Álfukeppninni ásamt Mexíkó en það eru enn laus þrjú sæti. Það eru sæti Eyjaálfumeistaranna (sumar 2016), Evrópumeistaranna (sumar 2016) og Afríkumeistaranna (febrúar 2017). Álfukeppnin fer fram 17. júní til 2. júlí 2017 og fer úrslitaleikurinn fram í Sankti Pétursborg.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00 Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21 Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23 Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02 Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44 Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00
Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21
Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23
Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02
Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44
Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00