John Carpenter kemur fram á ATP Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2015 14:10 John Carpenter. Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi tilkynnir með stolti John Carpenter í fyrsta sinn á tónleikum á Ásbrú 2016. Ótrúlegt en satt en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem John Carpenter flytur tónlist sína opinberlega og í eigin persónu. Bandaríska tónskáldið og leikstjórinn John Carpenter kemur til með að leika mörg af sínum þekktustu verkum ásamt lögum af nýju plötunni sinni Lost Themes auk nýrra tónverka. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn goðsagnakenndi tónlistarmaður og leikstjóri John Carpenter kemur fram á tónleikum til að flytja tónlist sína. „ATP er að springa úr stolti og gleði yfir því að þessi einstaki viðburður eigi sér stað á Ásbrú í byrjun júlí á næsta ári. Þetta kemur til með að verða söguleg stund sem vekja mun áhuga meðal tónlistar- og kvikmyndafólks um heim allan enda viðburður sem enginn má missa af,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum ATP. John Carpenter er brautryðjandi þegar kemur að tónlist og kvikmyndum. Hann hefur samið tónlist við eigin kvikmyndir en um leið gert nokkur eftirminnilegustu kvikmyndaskor sem samin hafa verið fyrir spennu- og hryllingsmyndir. Nefna má myndir eins og Dark Star (1974), Assault on Precinct 13 (1976), Halloween (1978), The Fog (1980), Escape from New York (1981), Christine (1983), Starman (1984), Big Trouble in Little China (1986), Prince of Darkness (1987) og They Live (1988) sem dæmi um það. Tilkynnt verður um fleiri listamenn síðar en ATP á Íslandi er líkt og áður haldið á Ásbrú í Keflavík. Boðið er upp á tónlist á tveimur sviðum innandyra auk þess sem sýndar verða sérvaldar kvikmyndir, keppt í PopQuiz, dansað við dj-tóna í diskósal og margt fleira. Meðal listamanna sem komið hafa fram á ATP á Íslandi síðustu þrjú ár má nefna Nick Cave and the Bad Seeds, Portishead, Iggy Pop, Neil Young & Crazy Horse og Public Enemy. ATP í Keflavík Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi tilkynnir með stolti John Carpenter í fyrsta sinn á tónleikum á Ásbrú 2016. Ótrúlegt en satt en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem John Carpenter flytur tónlist sína opinberlega og í eigin persónu. Bandaríska tónskáldið og leikstjórinn John Carpenter kemur til með að leika mörg af sínum þekktustu verkum ásamt lögum af nýju plötunni sinni Lost Themes auk nýrra tónverka. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn goðsagnakenndi tónlistarmaður og leikstjóri John Carpenter kemur fram á tónleikum til að flytja tónlist sína. „ATP er að springa úr stolti og gleði yfir því að þessi einstaki viðburður eigi sér stað á Ásbrú í byrjun júlí á næsta ári. Þetta kemur til með að verða söguleg stund sem vekja mun áhuga meðal tónlistar- og kvikmyndafólks um heim allan enda viðburður sem enginn má missa af,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum ATP. John Carpenter er brautryðjandi þegar kemur að tónlist og kvikmyndum. Hann hefur samið tónlist við eigin kvikmyndir en um leið gert nokkur eftirminnilegustu kvikmyndaskor sem samin hafa verið fyrir spennu- og hryllingsmyndir. Nefna má myndir eins og Dark Star (1974), Assault on Precinct 13 (1976), Halloween (1978), The Fog (1980), Escape from New York (1981), Christine (1983), Starman (1984), Big Trouble in Little China (1986), Prince of Darkness (1987) og They Live (1988) sem dæmi um það. Tilkynnt verður um fleiri listamenn síðar en ATP á Íslandi er líkt og áður haldið á Ásbrú í Keflavík. Boðið er upp á tónlist á tveimur sviðum innandyra auk þess sem sýndar verða sérvaldar kvikmyndir, keppt í PopQuiz, dansað við dj-tóna í diskósal og margt fleira. Meðal listamanna sem komið hafa fram á ATP á Íslandi síðustu þrjú ár má nefna Nick Cave and the Bad Seeds, Portishead, Iggy Pop, Neil Young & Crazy Horse og Public Enemy.
ATP í Keflavík Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira