Daniel Caligiuri kom Wolfsburg yfir í upphafi fyrri hálfleiks en Juan Mata náði af jafna af vítapunktinum skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa krækt sjálfur í vítaspyrnuna.
Mata lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Chris Smalling með glæsilegri sendingu inn fyrir vörn Wolfsburg og Smalling kláraði færið vel af stuttu færi.
Wolfsburg reyndi að færa sig framar á völlinn eftir mark Smalling en án árangurs og lauk leiknum með 2-1 sigri Manchester United.
Wolfsburg er því enn án stiga í B-riðli en Manchester United er ásamt PSV með þrjú stig, þremur stigum á eftir CSKA Moskvu.