Bankastjóri Arion blandaði sér í Ísraelsmálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2015 14:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. vísir Bankastjóri Arion banka, Höskuldur Ólafsson, sendi Degi B. Eggertssyni borgarstjóra bréf um liðna helgi þar sem hann sagðist hafa haft verður af því að áform Reykjavíkurborgar um að sniðganga ísraelskar vörur gætu haft áhrif á byggingu hótels við Hörpu. Frá þessu er greint á RÚV. Segir þar að bankastjórinn hafi heyrt af því að einn eigenda byggingareitsins þar sem hótelið á að rísa hefði áhyggjur af samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur. Hann hafi því sent borgarstjóra og stjórnarráðinu bréf vegna málsins. Tillaga um sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum var samþykkt á fundi borgarstjórnar fyrir viku. Samþykktin hefur vakið mikil viðbrögð og verður aukaborgarstjórnarfundur haldinn í dag vegna málsins. Fyrir fundinum liggja tvær samhljóða tillögur, önnur frá meirihlutanum og hin frá minnihlutanum, um að draga tillöguna um sniðgöngu til baka. Frá því var greint í DV í dag að fjármögnun Hörpuhótelsins væri í uppnámi vegna samþykktar borgarinnar. Tilteknir fjárfestar hefðu lýst yfir óánægju sinni með samþykktina en ekki kom fram um hvaða fjárfesta væri að ræða. Richard Friedman, sem fer fyrir fjárfestum hótelsins, segir hins vegar að áform um byggingu þess séu óbreytt. RÚV kveðst hafa heimildir fyrir því að það hafi ekki verið gyðingar sem koma að byggingu hótelsins sem hafi verið óánægðir með samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur. Það hafi verið Íslendingurinn Eggert Dagbjartsson sem hafi haft áhyggjur af viðbrögðum þeirra en Eggert er fjárfestir og kemur að verkefninu sem slíkur. Hvorki náðist í Eggert Dagbjartsson við vinnslu fréttarinnar né Dag B. Eggertsson. Borgarstjóri segir þó í samtali við RÚV að bréf bankastjóra Arion hafi ekki „skipt máli“ þegar hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á sunnudag að draga tillöguna til baka. Tengdar fréttir Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 Fimm stjörnu hótelið við Hörpu verður lúxus Marriott hótel Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. 20. ágúst 2015 15:23 Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins. 19. september 2015 14:01 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Bankastjóri Arion banka, Höskuldur Ólafsson, sendi Degi B. Eggertssyni borgarstjóra bréf um liðna helgi þar sem hann sagðist hafa haft verður af því að áform Reykjavíkurborgar um að sniðganga ísraelskar vörur gætu haft áhrif á byggingu hótels við Hörpu. Frá þessu er greint á RÚV. Segir þar að bankastjórinn hafi heyrt af því að einn eigenda byggingareitsins þar sem hótelið á að rísa hefði áhyggjur af samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur. Hann hafi því sent borgarstjóra og stjórnarráðinu bréf vegna málsins. Tillaga um sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum var samþykkt á fundi borgarstjórnar fyrir viku. Samþykktin hefur vakið mikil viðbrögð og verður aukaborgarstjórnarfundur haldinn í dag vegna málsins. Fyrir fundinum liggja tvær samhljóða tillögur, önnur frá meirihlutanum og hin frá minnihlutanum, um að draga tillöguna um sniðgöngu til baka. Frá því var greint í DV í dag að fjármögnun Hörpuhótelsins væri í uppnámi vegna samþykktar borgarinnar. Tilteknir fjárfestar hefðu lýst yfir óánægju sinni með samþykktina en ekki kom fram um hvaða fjárfesta væri að ræða. Richard Friedman, sem fer fyrir fjárfestum hótelsins, segir hins vegar að áform um byggingu þess séu óbreytt. RÚV kveðst hafa heimildir fyrir því að það hafi ekki verið gyðingar sem koma að byggingu hótelsins sem hafi verið óánægðir með samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur. Það hafi verið Íslendingurinn Eggert Dagbjartsson sem hafi haft áhyggjur af viðbrögðum þeirra en Eggert er fjárfestir og kemur að verkefninu sem slíkur. Hvorki náðist í Eggert Dagbjartsson við vinnslu fréttarinnar né Dag B. Eggertsson. Borgarstjóri segir þó í samtali við RÚV að bréf bankastjóra Arion hafi ekki „skipt máli“ þegar hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á sunnudag að draga tillöguna til baka.
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 Fimm stjörnu hótelið við Hörpu verður lúxus Marriott hótel Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. 20. ágúst 2015 15:23 Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins. 19. september 2015 14:01 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00
Fimm stjörnu hótelið við Hörpu verður lúxus Marriott hótel Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun verða leiðandi í byggingu 250 herbergja, fimm stjörnu Marriott Edition hótels við Hörpu. 20. ágúst 2015 15:23
Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins. 19. september 2015 14:01
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46