Innlent

Frítt í strætó í dag: Munu endurgreiða þeim sem borguðu með Strætó-appinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir í samtali við Vísi að það hafi verið vel auglýst að frítt væri í strætó í dag.
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir í samtali við Vísi að það hafi verið vel auglýst að frítt væri í strætó í dag. Vísir/Pjetur
Frítt er í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af bíllausa deginum. Vísir hefur þó heyrt af því að einhverjir hafi borgað í strætó í dag því þeir keyptu sér farmiða með Strætó-appinu og virkjuðu miðann áður en þeir komu inn í vagninn.

Þegar fólk kaupir miða í appinu er þar ekki að finna upplýsingar um að frítt sé í strætó í dag. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir í samtali við Vísi að það hafi verið vel auglýst að frítt væri í strætó í dag.

Upplýsingar um það hafi til að mynda verið að finna á heimasíðu Strætó og í tilkynningum í appinu sjálfu. Það hafi hins vegar greinilega farið framhjá einhverjum. Jóhannes segir að þeir sem hafi borgað í strætó með appinu í dag fái endurgreitt.

„Við förum yfir þetta þegar dagurinn er búinn  og þetta verður allt bakfært fyrir þá sem notuðu þetta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×