Innlent

Frítt í strætó á bíllausa daginn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ferðir strætó á bíllausa daginn verða með hefðbundnu sniði.
Ferðir strætó á bíllausa daginn verða með hefðbundnu sniði. vísir/pjetur
Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu þriðjudaginn 22. september í tilefni af bíllausa deginum en bíllausi dagurinn er haldinn í tengslum við Samgönguviku.

Strætó hvetur höfuðborgarbúa til þess að nýta sér þetta boð og ferðast frítt með almenningssamgöngum án þess að hafa áhyggjur af bílastæðum eða bensínkostnaði, eins og segir í tilkynningu.

Nálgast má upplýsingar um hvaða leiðir henta hverjum og einum á vef strætó og í Strætóappinu. Ferðir strætó á bíllausa daginn verða með hefðbundnu sniði en búast má við mikilli notkun á annatíma. Strætó biður því notendur um að sýna því skilning að vagnarnir kunna að vera þétt setnir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.