Hefur unnið að handritinu í fimm ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Tómas segir að þetta sé gamall draumur að verða að veruleika. Vísir/Stefán Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“ Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“
Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira