Skiptar skoðanir um fyrsta þátt Trevor Noah Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2015 13:49 Trevor Noah tekur við af Jon Stewart. Fyrsti þáttur The Daily Show undir stjórn Trevor Noah var sýndur á Comedy Central í gærkvöldi. Hinn 31 árs Suður-Afríkumaður var fenginn til að taka við þættinum af Jon Stewart sem hafði stýrt þættinum frá 1999 en hætti í síðasta mánuði. Noah hóf þáttinn á því að hylla forvera sinn í stólnum og sagði það vera undarlegt bæði fyrir sig og áhorfendur að Stewart, pólitískur faðir margra, væri farinn. „Og það er undarlegt, þar sem pabbi er nú farinn. Og nú er líkt og fjölskyldan sé kominn með nýjan stjúppabba – og hann er svartur. Sem er ekki tilvalið,“ sagði Noah undir hlótrasköllum áhorfenda. Noah ræddi jafnframt um ákvörðun Comedy Central að ráða ekki konu í hlutverkið. „Nú er hins vegar ljóst að Comedy Central bað konu um að stýra þættinum, og konurnar sem voru beðnar afþökkuðu starfið þar sem þær höfðu eitthvað betra að gera og vissu greinilega um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Skiptar skoðanir hafa verið um þennan fyrsta þátt Noah. Sumir segja þáttinn hafa vantað „bitið“ sem einkenndi þáttinn undir stjórn Stewart á meðan aðrir, svo sem gagnrýnandi New York Times, segir þáttinn enn vera með „erfðaefni“ sitt eftir breytingu á þáttastjórnanda. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fyrsti þáttur The Daily Show undir stjórn Trevor Noah var sýndur á Comedy Central í gærkvöldi. Hinn 31 árs Suður-Afríkumaður var fenginn til að taka við þættinum af Jon Stewart sem hafði stýrt þættinum frá 1999 en hætti í síðasta mánuði. Noah hóf þáttinn á því að hylla forvera sinn í stólnum og sagði það vera undarlegt bæði fyrir sig og áhorfendur að Stewart, pólitískur faðir margra, væri farinn. „Og það er undarlegt, þar sem pabbi er nú farinn. Og nú er líkt og fjölskyldan sé kominn með nýjan stjúppabba – og hann er svartur. Sem er ekki tilvalið,“ sagði Noah undir hlótrasköllum áhorfenda. Noah ræddi jafnframt um ákvörðun Comedy Central að ráða ekki konu í hlutverkið. „Nú er hins vegar ljóst að Comedy Central bað konu um að stýra þættinum, og konurnar sem voru beðnar afþökkuðu starfið þar sem þær höfðu eitthvað betra að gera og vissu greinilega um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Skiptar skoðanir hafa verið um þennan fyrsta þátt Noah. Sumir segja þáttinn hafa vantað „bitið“ sem einkenndi þáttinn undir stjórn Stewart á meðan aðrir, svo sem gagnrýnandi New York Times, segir þáttinn enn vera með „erfðaefni“ sitt eftir breytingu á þáttastjórnanda.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira