Sofðu unga ástin mín sigga dögg skrifar 18. september 2015 09:15 Vísir/Einkasafn Eyrún Eggertsdóttir er uppfinningakona og frumkvöðull. Kvöld eitt sat hún í hægindum í sófanum með manninum sínum en spratt svo á fætur og sagði: „Ég er með hugmynd!“ Þannig fæddist Lúlla dúkka. „Þetta er eitthvað sem stendur hjarta mínu nær og ég held að svoleiðis hugmyndir fæðist ekki beint heldur hafi alltaf verið hjá manni en svo þarf maður bara að leyfa þeim að koma og hlusta þegar þær eru tilbúnar, svoleiðis var það með Lúllu,“ segir Eyrún geislandi af áhuga. Þessi hugmynd hefur vaxið og dafnað á undanförnum fimm árum en nú loksins er hún komin til landsins og sölu- og dreifingaraðila í Bretlandi, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Börn um allan heim geta því brátt sofið betur með Lúllu sér til halds og trausts.Vísir/EinkasafnElsku börnin á Vökudeild „Ég man þegar ég var í sálfræði í Háskólanum að lesa um fyrirbura og hvernig nærvera við móður, hjartslátt og hlýju hafði jákvæð áhrif á þau líkamlega þótti mér það svo áhugavert,“ segir Eyrún um vísindin sem fengu hugmyndina til að vaxa og formast í undirmeðvitundinni. „Ég sjálf er svo lánsöm að vera heilbrigð og eignast heilbrigð börn án nokkurra vandkvæða en þegar vinkona mín eignaðist barn fyrir tímann þá sneri þetta allt öðruvísi að henni. Litla nýfædda barnið hennar var uppi á vökudeild öllum stundum en henni var gert að fara heim yfir nóttina og skilja barnið eftir. Henni þótti það svo ótrúlega erfitt og við vorum alltaf að spjalla saman um hvað væri hægt að gera svo barnið væri ekki eitt og myndi líða betur og mamman þá um leið vera öruggari með að fara frá því,“ segir Eyrún af einbeittri einlægni og ákefð. Það var í þessum samræðum sem hjólin fóru að snúast. „Auðvitað vantar þau bara dúkku sem er mjúk og með hjartslátt og andardrátt sem hægt er að hafa hjá sér og veitir þeim þetta öryggi sem þau vantar,“ segir Eyrún sem hófst strax handa.Vísir/EinkasafnLangar stundum að gefast upp Næstu skref fólust í að kanna fræðin, markaðinn og hvað væri nú þegar til. „Það kom mér ótrúlega á óvart að það voru bara til svæfingartæki fyrir börn, bara eitthvað til að koma þeim til að sofna sem var bara á 45 mínútna upptöku, lag eða frumskógarhljóð, en svo ekkert meir. Það þarf að veita börnum öryggi alla nóttina og hjálpa þeim að sofa lengur, ekki bara að sofna,“ segir Eyrún sem sjálf er tveggja barna móðir. „Lúlla er því ólík öðrum vörum á þessum markaði því hún spilar samfleytt í átta klukkustundir upptöku af andardrætti og hjartslætti jógakennara í djúpslökun. Dúkkan er einnig að mestu úr bómull en einnig er hægt að þvo hana, það fannst mér mikilvægt. Hljóðin og mýkt dúkkunnar eiga að hjálpa börnum að komast í líkamlegt og andlegt jafnvægi, og þannig ná þau að sofa lengur í senn. „Foreldrar í kringum mig sögðu mér oft sögur af börnum sem sváfu stutt eða vöknuðu oft á nóttunni en þegar þau prófuðu að láta börnin sofa með Lúllu þá breyttist allt og barn sem vaknaði yfir fimmtán sinnum á nóttu vaknaði nú bara einu sinni. Það eru svona sögur sem fá mann til að halda áfram,“ segir Eyrún og bætir við að umsagnir foreldra séu hennar dýrmætasta hvatning. Umsagnir eru frá foreldrum fyrirbura, nýfæddra barna en einnig foreldra barna í leikskóla. „Sumir foreldrar hafa einmitt haldið að barnið væri orðið of gamalt fyrir dúkkuna þegar barnið er orðið eins árs en dúkkan er fyrir börn á öllum aldri sem þurfa öryggi til að sofa vel,“ bætir Eyrún við. „Það að starfa að einhverju sem þú hefur brjálaða trú á og veist að þú verður að gera er frábært og mjög mikilvægt fyrir mig en ofsalega langar mig samt oft bara að slökkva á tölvunni og hætta, nú er komið gott. En ef ég gefst upp þá fer Lúlla bara og enginn tekur við henni og það er ekki í boði,“ segir Eyrún brosandi. „Þess vegna er svo mikilvægt að hafa alla þessa þjónustu í boði fyrir frumkvöðla eins og Klak Innovit og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Maður fær stuðning frá fólki í svipaðri stöðu og allir peppa hver annan í að halda áfram og ekki gefast upp þótt auðvitað geti verið hundleiðinlegt í kringum þetta eins og að reyna að setja sig inn í virðisaukaskattskerfið í Bretlandi og deila við framleiðendur um efni,“ segir Eyrún hlæjandi.Birna æskuvinkona og samstarfskona með barnaskara þeirra EyrúnarVísir/EinkasafnSamstilltar barneignir Eyrún á tvo stráka, Jökul Otta 8 ára og Bjart Otta 5 ára, með æskuástinni, Þorsteini Otta, sem er grafískur hönnuður. Eyrún hitti Steina í partíi þegar hún var 16 ára og hann 18 ára. Þau skoðuðu hvort annað aðeins en svo skildi leiðir. „Þetta var ótrúlega fyndið því svo segir vinkona mín að Steina hafi þótt önnur vinkona okkar svo sæt og væri alltaf að tala um hana og hér hélt ég að við hefðum náð svo vel saman en greinilega ekki,“ segir Eyrún með blik í auga. Það var svo ekki fyrr en leið á sumarið sem hið rétta kom í ljós. „Við rákumst á Steina og vini hans og spjölluðum eitthvað en svo fór ég og þá kom í ljós að allt sumarið hafði hann verið að spyrja um mig en sagði nafn vinkonu minnar svo þetta fór allt í eina flækju enda bjó hún í útlöndum og þetta varð hinn fyndnasti misskilningur,“ segir Eyrún um upphafið á ástarævintýrinu sem nú hefur getið af sér tvö börn. Það var svo með yngri strákinn sem Eyrún og æskuvinkona hennar og samstarfsfélagi í RóRó lögðu á ráðin um barneignir. „Það eru þrír mánuður milli fyrstu barnanna okkar en þegar við áttum þau bjuggum við hvor á sinni hæðinni í fjórbýli. Það var yndislegt að vera saman í fæðingarorlofinu, við skiptumst bara á að fara hvor til annarrar með súpu eða hafragraut og höfðum það huggulegt á náttfötunum,“ rifjar Eyrún upp. „Þannig lá það beinast við að samstilla seinni barneignir,“ segir Eyrún eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Svo hitti svo skemmtilega á að við erum alveg eins og klukkur, enda stilla líkamar kvenna sig saman, svo þegar kom að þessum mánaðarlega glugga þá gátum við báðar bara látið það ganga upp,“ segir Eyrún sposk. Þær voru settar sama dag en Eyrún gekk viku fram yfir svo börnin deila ekki afmælisdegi. „Svo er stóra spurningin hvort maður komi með annað barn og hvort við munum þá aftur stilla saman strengi okkar en á meðan hún eignaðist sitt þriðja barn þá kom Lúlla til mín,“ segir Eyrún kímin.Þorsteinn Otti, barnsfaðir og sambýlismaður Eyrúnar, með LúlluVísir/EinkasafnHeimsyfirráð á dagskrá „Nú er Lúlla lent og nú erum við á fullu að tala við búðir og erum að fara að panta næstu framleiðslu því þessi fyrsta er nánast uppseld úr hópfjármögnunarferlinu sem við fórum í til að eiga fyrir framleiðslukostnaði,“ segir Eyrún um þetta ótrúlega ævintýri. „Þetta er mikil vinna og vel þess virði en ég hugsa samt að ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, um hversu erfitt það getur verið að þurfa að bíða í fleiri mánuði eftir svari frá framleiðanda og hversu dýrt þetta allt er, þá er ég ekki viss um að ég hefði þorað að leggja í þetta,“ segir Eyrún hreinskilnislega. Frumkvöðlar þurfa nefnilega að nenna og þora; það þarf hugrekki, áræði og aga til að vinna í eigin hugmynd og gera það án tekjuöryggis. „Ég elska að vinna sjálfstætt með frábæru fólki og myndi ekki breyta þessu fyrir neitt í heiminum en núna er mál að koma dúkkunni til barna um allan heim og róa bæði börn og foreldra með því að nú sofi barnið loksins vel,“ segir Eyrún að lokum. Lífið Tengdar fréttir Þrír fatahönnuðir meðal styrkþega Auroru Sjö verkefni hlutu í dag styrk úr Hönnunarsjóði Auroru í húsnæði Hönnunarsjóðsins. 25. nóvember 2014 17:45 RóRó sigraði frumkvöðlakeppni Innovit Sprotafyrirtækið RóRó sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2011. RóRó er viðskiptahugmynd Eyrúnar Eggertsdóttur sem hefur fundið upp tæki sem hjálpar ungbörnum að sofa betur, líða betur og eykur öryggi þeirra. 3. apríl 2011 14:04 Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. 14. maí 2013 11:15 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Eyrún Eggertsdóttir er uppfinningakona og frumkvöðull. Kvöld eitt sat hún í hægindum í sófanum með manninum sínum en spratt svo á fætur og sagði: „Ég er með hugmynd!“ Þannig fæddist Lúlla dúkka. „Þetta er eitthvað sem stendur hjarta mínu nær og ég held að svoleiðis hugmyndir fæðist ekki beint heldur hafi alltaf verið hjá manni en svo þarf maður bara að leyfa þeim að koma og hlusta þegar þær eru tilbúnar, svoleiðis var það með Lúllu,“ segir Eyrún geislandi af áhuga. Þessi hugmynd hefur vaxið og dafnað á undanförnum fimm árum en nú loksins er hún komin til landsins og sölu- og dreifingaraðila í Bretlandi, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Börn um allan heim geta því brátt sofið betur með Lúllu sér til halds og trausts.Vísir/EinkasafnElsku börnin á Vökudeild „Ég man þegar ég var í sálfræði í Háskólanum að lesa um fyrirbura og hvernig nærvera við móður, hjartslátt og hlýju hafði jákvæð áhrif á þau líkamlega þótti mér það svo áhugavert,“ segir Eyrún um vísindin sem fengu hugmyndina til að vaxa og formast í undirmeðvitundinni. „Ég sjálf er svo lánsöm að vera heilbrigð og eignast heilbrigð börn án nokkurra vandkvæða en þegar vinkona mín eignaðist barn fyrir tímann þá sneri þetta allt öðruvísi að henni. Litla nýfædda barnið hennar var uppi á vökudeild öllum stundum en henni var gert að fara heim yfir nóttina og skilja barnið eftir. Henni þótti það svo ótrúlega erfitt og við vorum alltaf að spjalla saman um hvað væri hægt að gera svo barnið væri ekki eitt og myndi líða betur og mamman þá um leið vera öruggari með að fara frá því,“ segir Eyrún af einbeittri einlægni og ákefð. Það var í þessum samræðum sem hjólin fóru að snúast. „Auðvitað vantar þau bara dúkku sem er mjúk og með hjartslátt og andardrátt sem hægt er að hafa hjá sér og veitir þeim þetta öryggi sem þau vantar,“ segir Eyrún sem hófst strax handa.Vísir/EinkasafnLangar stundum að gefast upp Næstu skref fólust í að kanna fræðin, markaðinn og hvað væri nú þegar til. „Það kom mér ótrúlega á óvart að það voru bara til svæfingartæki fyrir börn, bara eitthvað til að koma þeim til að sofna sem var bara á 45 mínútna upptöku, lag eða frumskógarhljóð, en svo ekkert meir. Það þarf að veita börnum öryggi alla nóttina og hjálpa þeim að sofa lengur, ekki bara að sofna,“ segir Eyrún sem sjálf er tveggja barna móðir. „Lúlla er því ólík öðrum vörum á þessum markaði því hún spilar samfleytt í átta klukkustundir upptöku af andardrætti og hjartslætti jógakennara í djúpslökun. Dúkkan er einnig að mestu úr bómull en einnig er hægt að þvo hana, það fannst mér mikilvægt. Hljóðin og mýkt dúkkunnar eiga að hjálpa börnum að komast í líkamlegt og andlegt jafnvægi, og þannig ná þau að sofa lengur í senn. „Foreldrar í kringum mig sögðu mér oft sögur af börnum sem sváfu stutt eða vöknuðu oft á nóttunni en þegar þau prófuðu að láta börnin sofa með Lúllu þá breyttist allt og barn sem vaknaði yfir fimmtán sinnum á nóttu vaknaði nú bara einu sinni. Það eru svona sögur sem fá mann til að halda áfram,“ segir Eyrún og bætir við að umsagnir foreldra séu hennar dýrmætasta hvatning. Umsagnir eru frá foreldrum fyrirbura, nýfæddra barna en einnig foreldra barna í leikskóla. „Sumir foreldrar hafa einmitt haldið að barnið væri orðið of gamalt fyrir dúkkuna þegar barnið er orðið eins árs en dúkkan er fyrir börn á öllum aldri sem þurfa öryggi til að sofa vel,“ bætir Eyrún við. „Það að starfa að einhverju sem þú hefur brjálaða trú á og veist að þú verður að gera er frábært og mjög mikilvægt fyrir mig en ofsalega langar mig samt oft bara að slökkva á tölvunni og hætta, nú er komið gott. En ef ég gefst upp þá fer Lúlla bara og enginn tekur við henni og það er ekki í boði,“ segir Eyrún brosandi. „Þess vegna er svo mikilvægt að hafa alla þessa þjónustu í boði fyrir frumkvöðla eins og Klak Innovit og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Maður fær stuðning frá fólki í svipaðri stöðu og allir peppa hver annan í að halda áfram og ekki gefast upp þótt auðvitað geti verið hundleiðinlegt í kringum þetta eins og að reyna að setja sig inn í virðisaukaskattskerfið í Bretlandi og deila við framleiðendur um efni,“ segir Eyrún hlæjandi.Birna æskuvinkona og samstarfskona með barnaskara þeirra EyrúnarVísir/EinkasafnSamstilltar barneignir Eyrún á tvo stráka, Jökul Otta 8 ára og Bjart Otta 5 ára, með æskuástinni, Þorsteini Otta, sem er grafískur hönnuður. Eyrún hitti Steina í partíi þegar hún var 16 ára og hann 18 ára. Þau skoðuðu hvort annað aðeins en svo skildi leiðir. „Þetta var ótrúlega fyndið því svo segir vinkona mín að Steina hafi þótt önnur vinkona okkar svo sæt og væri alltaf að tala um hana og hér hélt ég að við hefðum náð svo vel saman en greinilega ekki,“ segir Eyrún með blik í auga. Það var svo ekki fyrr en leið á sumarið sem hið rétta kom í ljós. „Við rákumst á Steina og vini hans og spjölluðum eitthvað en svo fór ég og þá kom í ljós að allt sumarið hafði hann verið að spyrja um mig en sagði nafn vinkonu minnar svo þetta fór allt í eina flækju enda bjó hún í útlöndum og þetta varð hinn fyndnasti misskilningur,“ segir Eyrún um upphafið á ástarævintýrinu sem nú hefur getið af sér tvö börn. Það var svo með yngri strákinn sem Eyrún og æskuvinkona hennar og samstarfsfélagi í RóRó lögðu á ráðin um barneignir. „Það eru þrír mánuður milli fyrstu barnanna okkar en þegar við áttum þau bjuggum við hvor á sinni hæðinni í fjórbýli. Það var yndislegt að vera saman í fæðingarorlofinu, við skiptumst bara á að fara hvor til annarrar með súpu eða hafragraut og höfðum það huggulegt á náttfötunum,“ rifjar Eyrún upp. „Þannig lá það beinast við að samstilla seinni barneignir,“ segir Eyrún eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Svo hitti svo skemmtilega á að við erum alveg eins og klukkur, enda stilla líkamar kvenna sig saman, svo þegar kom að þessum mánaðarlega glugga þá gátum við báðar bara látið það ganga upp,“ segir Eyrún sposk. Þær voru settar sama dag en Eyrún gekk viku fram yfir svo börnin deila ekki afmælisdegi. „Svo er stóra spurningin hvort maður komi með annað barn og hvort við munum þá aftur stilla saman strengi okkar en á meðan hún eignaðist sitt þriðja barn þá kom Lúlla til mín,“ segir Eyrún kímin.Þorsteinn Otti, barnsfaðir og sambýlismaður Eyrúnar, með LúlluVísir/EinkasafnHeimsyfirráð á dagskrá „Nú er Lúlla lent og nú erum við á fullu að tala við búðir og erum að fara að panta næstu framleiðslu því þessi fyrsta er nánast uppseld úr hópfjármögnunarferlinu sem við fórum í til að eiga fyrir framleiðslukostnaði,“ segir Eyrún um þetta ótrúlega ævintýri. „Þetta er mikil vinna og vel þess virði en ég hugsa samt að ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, um hversu erfitt það getur verið að þurfa að bíða í fleiri mánuði eftir svari frá framleiðanda og hversu dýrt þetta allt er, þá er ég ekki viss um að ég hefði þorað að leggja í þetta,“ segir Eyrún hreinskilnislega. Frumkvöðlar þurfa nefnilega að nenna og þora; það þarf hugrekki, áræði og aga til að vinna í eigin hugmynd og gera það án tekjuöryggis. „Ég elska að vinna sjálfstætt með frábæru fólki og myndi ekki breyta þessu fyrir neitt í heiminum en núna er mál að koma dúkkunni til barna um allan heim og róa bæði börn og foreldra með því að nú sofi barnið loksins vel,“ segir Eyrún að lokum.
Lífið Tengdar fréttir Þrír fatahönnuðir meðal styrkþega Auroru Sjö verkefni hlutu í dag styrk úr Hönnunarsjóði Auroru í húsnæði Hönnunarsjóðsins. 25. nóvember 2014 17:45 RóRó sigraði frumkvöðlakeppni Innovit Sprotafyrirtækið RóRó sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2011. RóRó er viðskiptahugmynd Eyrúnar Eggertsdóttur sem hefur fundið upp tæki sem hjálpar ungbörnum að sofa betur, líða betur og eykur öryggi þeirra. 3. apríl 2011 14:04 Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. 14. maí 2013 11:15 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Þrír fatahönnuðir meðal styrkþega Auroru Sjö verkefni hlutu í dag styrk úr Hönnunarsjóði Auroru í húsnæði Hönnunarsjóðsins. 25. nóvember 2014 17:45
RóRó sigraði frumkvöðlakeppni Innovit Sprotafyrirtækið RóRó sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2011. RóRó er viðskiptahugmynd Eyrúnar Eggertsdóttur sem hefur fundið upp tæki sem hjálpar ungbörnum að sofa betur, líða betur og eykur öryggi þeirra. 3. apríl 2011 14:04
Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. 14. maí 2013 11:15