Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2013 11:15 Fjöldaframleiðsla á dúkkunni Lúllu hefst í sumar. Nærvera er sögð hafa góð áhrif á þroska og líðan barna, en dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður. Mynd/Róró Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. Fjöldaframleiðsla á Lúllu, dúkku sem líkir eftir nærveru annarrar manneskju, hefst í sumar. Inni í dúkkunni er tæki sem líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður. Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðullinn að baki dúkkunum, segir standa til að selja þær á almennum markaði en að auki eru fyrirhugaðar tilraunir á Landspítalanum til að meta hvort dúkkan kunni að auka lífslíkur og efla þroska fyrirbura. „Við byrjum á því að láta framleiða 500 til 1.000 stykki,“ segir Eyrún. Fyrsta kastið verða dúkkurnar seldar í völdum verslunum hér heima og í netverslun Amazon. „Dúkkurnar eru aðallega hugsaðar fyrir nýbura og fyrirbura,“ segir hún, en hugmyndin var að búa til dúkku sem gæti verið nokkurs konar staðgengill foreldris hjá fyrirbura sem þarf að vera í hitakassa. „Markmiðið með nálægðartilfinningunni er að koma jafnvægi á öndun og hjartslátt hjá börnunum, en þar eru nýburar og fyrirburar helst viðkvæmir fyrir.“ Eyrún segir margt unnið með því að koma betra jafnvægi á líðan og líkamsstarfsemi nýburanna. „Svefninn verður betri og heilbrigðari og taugaþroski eykst. Í þessu leiðir eitt af öðru, jákvæðari tilfinningar og minni grátur verða til þess að þau þyngjast hraðar og þroskast fyrr.“ Eyrún segist strax í upphafi hafa borið hugmynd sína undir lækna og hjúkrunarfræðinga til að tryggja að hún væri ekki á villigötum og fengið góðar viðtökur. Sjálf hafði hún stundað nám í sálfræði og heillast af lýsingum á áhrifum nærveru á þroska barna. Hugmyndin varð hins vegar til eftir að vinkona Eyrúnar eignaðist fyrirbura sem lenti í öndunarhléi á spítalanum. „Það fór allt vel en ég man eftir að hafa hugsað með mér að kannski hefði þetta ekki gerst ef það hefði verið aðstaða fyrir móðurina hjá barninu á spítalanum. Þá datt mér hug hvað væri frábært ef eitthvað væri til sem maður gæti skilið eftir sem væri eins og lítill staðgengill fyrir mann á sjúkrahúsinu.“ Í beinu framhaldi skráði Eyrún sig í hugmyndasamkeppni á vegum Hugmyndahúss háskólanna og í kjölfarið fór boltinn að rúlla þegar hún fékk þar hvatningarverðlaun árið 2010. Eyrún Eggertsdóttir fer fyrir sprotafyrirtækinu Róró, sem hlaut Gulleggið árið 2011.Mynd/Róró Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. Fjöldaframleiðsla á Lúllu, dúkku sem líkir eftir nærveru annarrar manneskju, hefst í sumar. Inni í dúkkunni er tæki sem líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður. Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðullinn að baki dúkkunum, segir standa til að selja þær á almennum markaði en að auki eru fyrirhugaðar tilraunir á Landspítalanum til að meta hvort dúkkan kunni að auka lífslíkur og efla þroska fyrirbura. „Við byrjum á því að láta framleiða 500 til 1.000 stykki,“ segir Eyrún. Fyrsta kastið verða dúkkurnar seldar í völdum verslunum hér heima og í netverslun Amazon. „Dúkkurnar eru aðallega hugsaðar fyrir nýbura og fyrirbura,“ segir hún, en hugmyndin var að búa til dúkku sem gæti verið nokkurs konar staðgengill foreldris hjá fyrirbura sem þarf að vera í hitakassa. „Markmiðið með nálægðartilfinningunni er að koma jafnvægi á öndun og hjartslátt hjá börnunum, en þar eru nýburar og fyrirburar helst viðkvæmir fyrir.“ Eyrún segir margt unnið með því að koma betra jafnvægi á líðan og líkamsstarfsemi nýburanna. „Svefninn verður betri og heilbrigðari og taugaþroski eykst. Í þessu leiðir eitt af öðru, jákvæðari tilfinningar og minni grátur verða til þess að þau þyngjast hraðar og þroskast fyrr.“ Eyrún segist strax í upphafi hafa borið hugmynd sína undir lækna og hjúkrunarfræðinga til að tryggja að hún væri ekki á villigötum og fengið góðar viðtökur. Sjálf hafði hún stundað nám í sálfræði og heillast af lýsingum á áhrifum nærveru á þroska barna. Hugmyndin varð hins vegar til eftir að vinkona Eyrúnar eignaðist fyrirbura sem lenti í öndunarhléi á spítalanum. „Það fór allt vel en ég man eftir að hafa hugsað með mér að kannski hefði þetta ekki gerst ef það hefði verið aðstaða fyrir móðurina hjá barninu á spítalanum. Þá datt mér hug hvað væri frábært ef eitthvað væri til sem maður gæti skilið eftir sem væri eins og lítill staðgengill fyrir mann á sjúkrahúsinu.“ Í beinu framhaldi skráði Eyrún sig í hugmyndasamkeppni á vegum Hugmyndahúss háskólanna og í kjölfarið fór boltinn að rúlla þegar hún fékk þar hvatningarverðlaun árið 2010. Eyrún Eggertsdóttir fer fyrir sprotafyrirtækinu Róró, sem hlaut Gulleggið árið 2011.Mynd/Róró
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira