Enski boltinn

Gengur ekki né rekur hjá Newcastle | Sjáðu frábært mark Ritchie

Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Nýliðarnir Bournemouth og Watford unnu sína leiki ásamt því að Leicester heldur áfram að safna stigum.

Bournemouth vann 2-0 sigur á Sunderland sem er í tómum vandræðum á botni deildarinnar, en þeir eru einungis með tvö stig. Bournemouth er í ellefta sætinu með sjö stig.

Matt Ritchie skoraði magnað mark fyrir Bournemouth í leiknum, en það má sjá í sjónvarspglugganum hér efst í fréttinni.

Saido Berahino skoraði sigurmarkið í leiknum, en hann hótaði því á dögunum að spila ekki fleiri leiki fyrir WBA. Þetta var annar sigur WBA á tímabilinu.

Það gengur ekki né rekur hjá Newcastle sem er í nítjánda sætinu með tvö stig eftir 2-1 tap gegn Watford. Odion Ighalo heldur áfram að skora fyrir Watford sem er með níu stig eftir sex leiki.

Leicester kom svo til baka og gerði 2-2 jafntefli við Stoke eftir að hafa lent 2-0 undir. Stoke er í átjánda sætinu með þrjú stig eftir sex leiki, en Leicester í öðru með tólf stig.

Úrslit og markaskorarar:

Bournemouth - Sunderland 2-0

1-0 Callum Wilson (4.), 2-0 Matt Ritchie (9.).

Rautt spjald: Younes Kaboul - Sunderland (74.).

Aston Villa - WBA 0-1

0-1 Saido Berahino (39.).

Newcastle United - Watford 1-2

0-1 Odion Ighalo (10.), 0-2 Odion Ighalo (28.), 1-2 Daryl Janmaat (62.).

Stoke - Leicester 2-2

1-0 Bojan Krkic (13.), 2-0 Jonathan Walters (20.), 2-1 Riyad Mahrez - víti (51.), 2-2 Jamie Vardy (69.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×