Tilmæli frá lögreglu og KSÍ: Vilja enga dróna yfir landsleiknum á sunnudag Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. september 2015 23:07 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett fram þau tilmæli að fylgildum eða drónum verði ekki flogið í Laugardalnum yfir landsleik Íslands og Kasakstan í undankeppni Evrópumóts landsliða 2016. Drónar hafa notið mikilla vinsælda undanfarið en þeir taka loftmyndir og myndbönd. Þetta er gert til þess að gæta öryggis áhorfenda og leikmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Leikurinn er einkar mikilvægur þar sem hann sker úr um hvort Ísland komist á EM á næsta ári eða ekki. Til þess að eiga öruggt sæti þurfa Íslendingar að minnsta kosti að gera jafntefli við landslið Kasakstan. Ísland vann leikinn gegn Hollandi á fimmtudagskvöld eins og kunnugt er orðið.KSÍ bað um að reglurnar yrðu settar Knattspyrnusamband Íslands hafði samband við lögreglu og bað um að þessar reglur yrðu settar. Þær gilda um knattspyrnuleikvanginn Laugardalsvöll og fimm hundruð metra radíus í kringum hann frá korter fyrir fimm til miðnættis.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett fram þau tilmæli að flygildum verði ekki flogið í Laugardalnum á morgun,...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Saturday, September 5, 2015Kolbeinn í leiknum gegn Hollandi.vísir/valliÞá hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett fram sambærileg tilmæli varðandi öryggi vegna framkvæmdar landsleikja. Upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem flygildi hefur bilað og valdið skaða.Á US Open tennismótinu um daginn missti kennarinn Daniel Verley, 26 ára, stjórn á dróna sem hann flaug yfir leikvanginn þar sem leikur var í gangi. Dróninn brotlenti í áhorfendastúkunni en sem betur fer var hún mannlaus þegar atvikið átti sér stað. Hann var handtekinn fyrir að hafa skapað hættu með gáleysi sínu og fyrir að hafa notað dróna á svæði þar sem slíkt var ekki leyfilegt. „Lögreglustjóri hefur ekki heimild til að banna flug flygilda en setur fram þau tilmæli að flygildum verði ekki flogið í 500 metra radíus frá Laugardalsvelli á þeim tíma sem um ræðir, það er frá 16.45 - 24.00 sunnudaginn 6. september 2015,“ segir í tilkynningu. „Búist er við miklum fjölda gesta á Laugardalsvelli á þeim tíma sem um ræðir og mikilvægt að öryggis þeirra sé gætt. Þá hafa komið fram tilmæli frá Knattspyrnusambandi Evrópu sama efnis.“ Sjá má tilkynninguna í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett fram þau tilmæli að fylgildum eða drónum verði ekki flogið í Laugardalnum yfir landsleik Íslands og Kasakstan í undankeppni Evrópumóts landsliða 2016. Drónar hafa notið mikilla vinsælda undanfarið en þeir taka loftmyndir og myndbönd. Þetta er gert til þess að gæta öryggis áhorfenda og leikmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Leikurinn er einkar mikilvægur þar sem hann sker úr um hvort Ísland komist á EM á næsta ári eða ekki. Til þess að eiga öruggt sæti þurfa Íslendingar að minnsta kosti að gera jafntefli við landslið Kasakstan. Ísland vann leikinn gegn Hollandi á fimmtudagskvöld eins og kunnugt er orðið.KSÍ bað um að reglurnar yrðu settar Knattspyrnusamband Íslands hafði samband við lögreglu og bað um að þessar reglur yrðu settar. Þær gilda um knattspyrnuleikvanginn Laugardalsvöll og fimm hundruð metra radíus í kringum hann frá korter fyrir fimm til miðnættis.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett fram þau tilmæli að flygildum verði ekki flogið í Laugardalnum á morgun,...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Saturday, September 5, 2015Kolbeinn í leiknum gegn Hollandi.vísir/valliÞá hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett fram sambærileg tilmæli varðandi öryggi vegna framkvæmdar landsleikja. Upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem flygildi hefur bilað og valdið skaða.Á US Open tennismótinu um daginn missti kennarinn Daniel Verley, 26 ára, stjórn á dróna sem hann flaug yfir leikvanginn þar sem leikur var í gangi. Dróninn brotlenti í áhorfendastúkunni en sem betur fer var hún mannlaus þegar atvikið átti sér stað. Hann var handtekinn fyrir að hafa skapað hættu með gáleysi sínu og fyrir að hafa notað dróna á svæði þar sem slíkt var ekki leyfilegt. „Lögreglustjóri hefur ekki heimild til að banna flug flygilda en setur fram þau tilmæli að flygildum verði ekki flogið í 500 metra radíus frá Laugardalsvelli á þeim tíma sem um ræðir, það er frá 16.45 - 24.00 sunnudaginn 6. september 2015,“ segir í tilkynningu. „Búist er við miklum fjölda gesta á Laugardalsvelli á þeim tíma sem um ræðir og mikilvægt að öryggis þeirra sé gætt. Þá hafa komið fram tilmæli frá Knattspyrnusambandi Evrópu sama efnis.“ Sjá má tilkynninguna í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira